Skrímslasetur

Skrímslasetur er að finna á Bíldudal.

Setrið er opið frá 11-18 alla daga vikunnar yfir sumarmánuðina. Yfir veturinn er möguleiki á opnun samkvæmt samkomulagi, vinsamlega hringdu í s: 456-6666 ef þú hefur áhuga á að koma í heimsókn.

 

Allt frá fornu fari hafa verið sagðar sögur á Íslandi um kynjaverur sem heima áttu í undirdjúpunum og kölluð skrímsli. Hvergi á Íslandi eru þó fleiri frásagnir um þau en í Arnarfirði og eru á annað hundrað skráðar frásagnir til þar sem menn hafa
komist í tæri við skrímsli.

 

Skrímslin hafa sést hvarvetna meðfram ströndum fjarðarins sem er einstakur af því leyti að þar hafa sést allar þær fjórar skrímslategundir sem þekktar eru við Ísland en þau eru: fjörulallar, hafmenn, skeljaskrímsli og marhross.

 

Í Skrímslasetrinu á Bíldudal er skrímslasögum gerð góð skil á skemmtilegan og fróðlegan hátt.

 

Komið og kynnist skrímslunum í Arnarfirði !


Skrímslasetur
www.skrimsli.is
Strandgögu 7
465 Bíldudal

Sími 456 6666
Kt. 580107-1250

 

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is