Vatnslaust í Sigtúni og fleiri stöđum á Patreksfirđi

Bilun varð í vatnslögnum á Hjöllum sem leiðir til vatnsleysis í Sigtúni Hjöllum og jafnvel öðrum stöðum.

Unnið er að viðgerð og hún ætti ekki að taka langar tíma.

 

Vatnsveitan

 


Meira

Hleđslustöđ fyrir rafbíla komin upp í Vesturbyggđ

Hraðhleðslustöðin sem Vesturbyggð fékk að gjöf frá Orkusölunni er komin í gagnið. Stöðin er fyrir utan íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð á Patreksfirði. Áformað er að tengja stöðina við E1 app en fyrst um sinn þurfa notendur stöðvarinnar að nálgast aðgangskort í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar til að virkja stöðina.


Meira

Bíldudals Grćnar

1 af 2

Nú um helgina stendur yfir hátíðin Bíldudals grænar. Bíldudals grænar er fjölskylduhátíð sem haldin er annað hvert ár á Bíldudal. Þá skartar bærinn sýnu fegursta, ýmsir listamenn stíga á stokk, haldnar eru sýningar, boðið upp á spennandi rétti úr því gæðahráefni sem sótt er í fjörðinn o.fl. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér


Meira

Kynning frćđsluađila á Patreksfirđi

Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Helstu fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna nám sem hægt er að sækja í farnámi, námi á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði þar sem mikil þörf er á heilbrigðismenntuðu fólki á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn verða á staðnum til að kynna sitt starf og Sjúkraflutningaskólann.

Grill og skemmtilegheit.
Allir velkomnir!


Meira

Sýning danskra listamanna

Danskir listamennirnir sem staddir eru hérna Vesturbyggð þessa dagana ætla að vera með sýningu á verkum sínum í matsal (gamla íþróttasalnum) Patreksskóla á morgun sjómannadag klukkan 17:00, allir hjartanlega velkomnir. Myndirnar eru málaðar af svæðinu hér í kring.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is