Rafmagnsleysi á Patreksfirði

Vegna tengivinnu verður rafmagn tekið af hluta þéttbýlis á Patreksfirði aðfaranótt föstudagsins 29.09.2017.  Þetta eru hús á Aðalstræti 57 til 90, Stekkar 7 til 23, Brunnar 1 til 15 og Hlíðarvegur.  Rafmagn verður tekið af upp úr miðnætti  og áætlað að straumur verði kominn á aftur fyrir kl. 04:00.


Meira

Móttaka á járni í dreifbýli Vesturbyggðar

Gámaþjónusta Vestfjarða tekur á móti járni:

30. september – Hvesta við karabar. 12:00-15:00
7. október – Örlygshöfn við karabar. 12:00-15:00
14. október – Krossholt. 12:00-15:00

Bent er á að hægt er að nýta klippikortin, þeir sem ekki hafa klippikort geta fengið sendann reikning.

Forstöðumaður tæknideildar.


Meira

Pósturinn - atvinna

Bílstjóri óskast á Patreksfirði

Pósturinn leitar að kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstakling í útkeyrslu.

Starfsmaður óskast í tímavinnu á Patreksfirði

Pósturinn óskar eftir að ráða starfsmann í tímavinnu á pósthúsið Patreksfirði.


Meira

Almenningssamgöngur, Tálknafjörður - Patreksfjörður

Bætt hefur verið inn ferð sem fer frá Tálknafirði klukkan 07:15 alla virka daga og keyrir yfir á Patreksfjörð. Gjaldskrá almenningssamganga í Vesturbyggð gildir fyrir þá ferð líkt og aðrar ferðir almenningssamgangna á svæðinu.  

Bíllinn stoppar fyrir utan Tígulinn í Tálknafirði og er áfangastaður á Patreksfirði hafnarsvæðið.

Verkefnið er samstarfsverkefni Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og Odda hf. á Patreksfirði.


Meira

Hundahald - eyðublöð

Vesturbyggð vill benda á að nú er hægt að skrá og afskrá hunda í gegn um heimasíðu Vesturbyggðar.

Hægt er að fara inn á „eyðublöð“ og smella síðan á „hundahald“ og þá birtist skjal þar sem viðkomandi getur skráð eða afskráð hund sinn.

Vegna þess hversu seint þetta kom inn á síðuna hjá okkur, þá mun þetta eyðublað liggja frammi hjá dýralækninum þegar hann kemur n.k. þriðjudag.

Hægt er að nálgast eyðublaðið hér


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is