Almenningssamgöngur

Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri, Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Tryggvi Bjarnason frá Arnarlaxi og Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri HHF.
Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri, Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Tryggvi Bjarnason frá Arnarlaxi og Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri HHF.

Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Arnarlax og HHF í samvinnu við Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa gert með sér samkomulag um framkvæmd almenningssamgangna á milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Um tilraunaverkefni er að ræða til eins árs með endurskoðunarákvæði í árslok 2016. Farnar verða þrjár ferðir á dag, alla virka daga. Mikill sigur er unninn með samkomulaginu en lengi hefur staðið til að koma á skipulögðum samgöngum á milli byggðalaganna. Fljótlega verður hægt að kaupa bæði stakar ferðir og 10 miða kort í Bröttuhlíð á Patreksfirði, Sundlauginni á Tálknafirði og Byltu á Bíldudal en fyrst um sinn verður hægt að nálgast miðana á skrifstofu Vesturbyggðar. Nánari upplýsingar veitir Gerður Björk Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Vesturbyggð

Áætlun ferða

Mánudaga - föstudaga

 

07:00

Höfn og N1

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

07:25

Tígull

Tálknafjörður

     

07:50

Vegamót

Bíldudal

     

08:05

Tígull

Tálknafjörður

     

08:30

N1 og FSN

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

           

14:35

FSN og N1

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

15:00

Tígull

Tálknfjöður

     

15:20

Vegamót

Bíldudalur

     

15:40

Tígull

Tálknfjöður

     

16:00

Íþróttahús/FSN og N1

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

           

17:05

Íþróttahús/FSN og N1

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

17:30

Tígull

Tálknafjörður

     

17:55

Vegamót

Bíldudalur

     

18:10

Tígull

Tálknafjörður

     

18:35

Höfn og N1

Patreksfjörður

(verður stoppað á báðum stöðum)

 

Verðskrá fyrir almenningssamgöngur

 

Fullorðnir

Stök ferð 1.500

10 ferðir 12.000

 

Eldri borgarar, öryrkjar og börn yngri en 18 ára.

Stök ferð 1.000

10 ferðir 8.000

 

Börn 6 ára og yngri ókeypis

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is