SÝminn me­ sterkara samband ß Patreksfir­i, Ý HnÝfsdal og ˙t Skutulsfj÷r­

- 4G sendar á Patreksfirði og á Hænuvíkurhálsi og Bolafjalli fyrir sjófarendur

- 3G sendir settur upp í Hnífsdal

Síminn hefur sett upp 4G senda á Patreksfirði og Hænuvíkurhálsi sem og á Bolafjalli. Tveir síðarnefndu bæta mjög sambandið á sjó.  Bolungarvík og Ísafjarðarflugvöllur voru meðal nýrra staða þar sem Síminn setti upp 4G samband fyrir farsíma í upphafi hausts.

„Uppbygging 4G sambandsins hjá Símanum hefur verið mjög hröð. Nú er svo komið að 86,5% landsmanna geta verið í 4G sambandi hjá okkur,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Tæpt ár er síðan fyrsti 4G sendirinn var settur upp á Ísafirði. „Þegar við hófum 4G uppbygginguna var hlutfall viðskiptavina með 4G símtæki ansi lágt. Nú er hins vegar svo komið að rétt yfir 40% þeirra eiga slík snjalltæki.“

Síminn vinnur stöðugt að því að bæta sambandið. Samhliða 4G uppbyggingunni er 3G kerfið eflt. „Síminn hefur sett upp 3G sendi í Hnífsdal sem bætir mjög sambandið þar og möguleikana á að komast á netið hvar sem er á svæðinu.“

Síminn hefur auk uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði sett upp 4G samband á sjó. „Nú höfum við ekki aðeins 4G samband  í Skutulsfirði og Patreksfirði heldur einnig Seyðisfirði, Eyjafirði, Norðfirði, hluta Breiðafjarðar og á Skjálfanda. 4G er frábær viðbót við þétt 3G langdrægt samband okkar fyrir sjófarendur kringum landið,“ segir hún. 

 

Skrifa­u athugasemd:Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is