Uppbyggingarsjˇ­ur Vestfjar­a

Uppbyggingarsjóður sem rekinn er innan vébanda Sóknaráætlunar Vestfjarða er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann hefur nú tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015.

Vorið 2015 verður í fyrsta skipti úthlutað úr sjóðnum og er umsóknarfrestur til og með 30. apríl. Til ráðstöfunar í úthlutun á þessu ári eru um það bil 60 milljónir, sem er svipuð upphæð og úthlutað var á grundvelli menningar- og vaxtarsamninga á síðasta ári.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna hér.

Skrifa­u athugasemd:Til baka
Vesturbygg­ - Kt. 510694-2369 - A­alstrŠti 63 - 450 Patreksfir­i - SÝmi: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is