Skólabyrjun og frí námsgögn

Nú styttist í skólabyrjun en Patreksskóli og Bíldudalsskóli verða settir þriðjudaginn 22. ágúst nk.

Vesturbyggð hefur samþykkt  að taka þátt í örúboði Ríkiskaupa á námsgögnum fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu. Um er að ræða stílabækur, ritföng, reiknivélar og fleira. Í haust verða því engir innkaupalistar, en foreldrar þurfa samt sem áður að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir. 


Meira

Almenningssamgöngur á sunnanverđum Vestfjörđum - opnun tilbođa

Opnun tilboða í almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum frestast til mánudagsins 21. ágúst næstkomandi klukkan 11:00. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði.


Meira

Framkvćmdir á Stekkum Patreksfirđi

Næstu daga standa yfir framkvæmdir á Stekkum á Patreksfirði þar sem unnið verður að endurbótum á vatns- og fráveitu í götunni.   Stekkar 7 - 13 verða lokaðir allri umferð á meðan á framkvæmdum stendur. Búast má við því að framkvæmdin geti haft áhrif á vatnsþrýsting í bænum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Áætlað er að verkinu muni ljúka um miðja næstu viku.


Meira

Leikskólastjóri á Arakletti

Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Araklett á Patreksfirði. Hallveig, sem er með B.Ed. gráðu í leikskólafræðum frá Háskólanum á Akureyri, hefur áralanga reynslu af leikskólastjórn og leikskólakennslu og hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri hjá Vesturbyggð frá árinu 2013.


Meira

Vestfjarđavegur (60) um Dynjandisheiđi og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli ađ Vestfjarđavegi á Dynjandisheiđi í Vesturbyggđ og Ísafjarđarbć

Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í sveitarfélögunum Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ.

Núverandi Vestfjarðavegur er 41,1 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 35,4-39,2 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja veglína, þ.e. A, B og C.

 


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is