Vorhreingerning í Vesturbyggđ

Næstu daga verður vorhreingerning í Vesturbyggð. Íþróttafélagið Hörður mun týna rusla á Patreksfirði á 17.maí, Íþróttafélagið á Bíldudal mun týna rusl nk. Laugardag (20.maí). Á Barðaströnd mun Ungmennafélagið týna rusl á Birkimel og við Brjánslækjarhöfn næstu helgar.

Við hvetjum íbúa til að taka þátt og sem og að huga að görðum og nærumhverfi sínu. Sömuleiðis hvetur Vesturbyggð fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka til á lóðum og í umhverfi sínu.

Helgina 20-21.maí verður lengri opnunartími á gámavöllum sveitarfélagsins á Patreksfirði og á Bíldudal svo íbúar geti losað sig við rusl og annan úrgang.

Opnunartími gámavalla Gámaþjónustu Vestfjarða verður eftirfarandi:

Laugardagur, 20.maí:

Bíldudalur – 10:00-12:00

Patreksfjörður – 15:00 – 17:00

Sunnudagur, 21.maí:

Bíldudalur – 12:00-14:00

Patreksfjörður - 15:00-17:00

Bæjarstjóri


Meira

Málstofu um vegamál og fyrstu skóflustungu ađ Dýrafjarđargöngum FRESTAĐ.

Málstofu um vegamál og fyrstu skóflustungu að Dýrafjarðargöngum, sem vera átti að Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun laugardaginn 13. maí hefur verið frestað vegna ófærðar.


Meira

Snjóflóđavarnir á Patreksfirđi.

Uppsetning snjóflóðagrinda og vindkljúfa ofan upptakasvæða Urða og Klifs.

Nú er að hefjast vinna við að koma upp snjóflóðagrindum og vindkljúfum uppi á Brellum. Varnir þessar eru tilraunaverkefni og eiga að styðja við fyrirhugaðar ofanflóðavarnir ofan Urða og Mýra. Ef tilraunaverkefni þetta reynist vel verða fleiri grindur og kljúfar settir upp.

Verktaki er Köfunarþjónustan ehf og Framkvæmdasýsla ríkisins sér um eftirlit. Verktakinn hefur sett upp vinnusvæði á Drengjaholti (Wembley) þar sem aðföng eru geymd. Fimmtudaginn 18. maí nk. verður búnaður, vistaverur o.fl. flutt með þyrlu frá vinnusvæði verktakans upp á fjall. Áætlað er að þyrlan þurfi að fljúga um 70 ferðir og mögulegt er að flugið teygist fram á föstudag. Settar verða upp vinnubúðir á framkvæmdasvæðinu á fjallinu og munu starfsmennirnir, sem vinna við uppsetningu grindanna og kjúfana, dvelja þar þangað til verkinu lýkur. Verklok eru áætluð um miðjan júní.

Foreldrar eru beðnir að ítreka fyrir börnum sínum að fara ekki of nærri þyrlunni þegar hún er að störfum á vinnusvæðinu, því grjót og annað lauslegt getur feykst frá henni.


Meira

Málstofa um vegamál og fyrsta skóflustungan ađ Dýrafjarđargöngum.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur þann 13.maí fyrstu skóflustunguna að Dýrafjarðargöngum. Af því tilefni verður boðað til málstofu um vegamál á Hrafnseyri við Arnarfjörð sama dag frá klukkan 13-15:30 og verður fyrsta skóflustungan tekin í kjölfarið við hátíðlega athöfn klukkan 16 við fyrirhugaðan gangamunna í landi Rauðsstaða skammt frá Mjólkárvirkjun.

Á málstofunni verða haldnir fyrirlestrar um vegamál á Vestfjörðum þar sem fjallað verður um væntanleg Dýrafjarðargöng, verkáætlun þeirra og hverjar helstu áskoranir kunna að verða, þá verður fjallað um stöðu mála á Dynjandisheiði, sem og fyrirhugaða veglagningu um Teigskóg. Þá verða pallborðsumræður, þar sem Hreinn Haraldsson vegamálstjóri, Jón Gunnarsson samgönguráðherra og fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar taka til máls og sitja fyrir svörum. Boðið verður upp á kaffiveitingar áður en haldið verður yfir í land Rauðsstaða og eru allir velkomnir.


Meira

Grenjavinnsla

Vesturbyggð auglýsir eftir aðilum til grenjaleita og grenjavinnslu í Vesturbyggð. Tekið er við umsóknum til 31. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið baejarstjori@vesturbyggd.is.

Óskað er eftir umsækjendum fyrir fimm svæði, skv. gömlu hreppaskiptingunni.

  1. Rauðasandshreppur
  2. Patrekshreppur
  3. Barðastrandarhreppur
  4. Suðurfjarðahreppur
  5. Ketildalahreppur

Til greina kemur að ráð fleiri en einn aðila innan hvers svæðis og skal tekið fram í umsókn um hvaða svæði er sótt.

Ákvörðun um ráðningu verður tekin eftir að umsóknarfresti lýkur og miðað er við að umsækjendur hefji störf í byrjun júní, skv. samkomulagi.  

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Friðbjörg Matthíasdóttir.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is