Hjartaheill og SÍBS bjóđa ókeypis heilsufarsmćlingu 9. til 12. maí

Hjartaheill og SÍBS bjóða ókeypis heilsufarsmælingu 9. til 12. maí á heilsugæslum á Vestfjörðum, sjá tímatöflu. Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur.
Þátttakendum býðst að taka þátt í lýðheilsukönnun. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélög
á Vestfjörðum, Heilbrigðisstofnanir Vesturlands og Vestfjarða.

09. maí
þriðjudagur
kl. 18-20 Patreksfirði, Stekkum 1

10. maí
miðvikudagur
kl. 10-12 Tálknafirði, Strandgötu 38
kl. 10-12 Bíldudal, Tjarnarbraut 3


Meira

Útskriftarhátíđ Fjölbrautaskóla Snćfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari


Meira

Vestfirska voriđ. Málţing á Flateyri 5. - 6. maí 2017 um stöđu smćrri byggđalaga

Málþing sem ber heitið Vestfirska vorið verður haldið á Flateyri dagana 5. – 6. maí 2017, að Hafnarbakka 8, kaffistofu gamla hraðfrystihússins sem nú hýsir Ísfell hf.

Að málþinginu standa Perlur fjarðarins ehf. Flateyri, félagið Hús og fólk Flateyri og ýmsir heimamenn á Flateyri í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á https://vestfirskavorid.uw.is/ 


Meira

Ný heimasíđa Leikskóla Vesturbyggđar

Það er gaman að segja frá því að ný heimasíða leikskóla Vesturbyggðar hefur verið tekin í notkun. Útlit síðunnar er skemmtilegt og er hún auðveld í notkun og aðgengileg. Julie Gasiglia hönnuður hjá hönnunarstúdíóinu Býfluga, sem staðsett er í Merkisteini, Aðalstræti 72, hannaði síðuna. Meira efni verður sett inn á síðuna á næstu dögum og svo verður hún að sjálfsögðu uppfærð reglulega með nýjum myndum og fréttum. Hægt er fara inn á síðuna bæði með því að slá inn araklettur.is og tjarnarbrekka.is.

www.tjarnarbrekka.is

www.araklettur.is

 


Meira

Uppbyggingarsjóđur Vestfjarđa auglýsir aukaúthlutun

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða býður íbúum fjórðungsins í annað sinn á þessum vetri að sækja í sjóðinn.

Umsóknafrestur er til miðnættis 7. maí 2017.

Á heimasíðu Fjórðungssambandsins er minnst á að umsóknir kunna að hafa verið misvel unnar þótt ýmsar góðar hugmyndir hafi borist. Því eru allir hvattir til að sækja um að nýju en að vanda vel til verksins og fá aðstoð atvinnuþróunarfulltrúa.

Það er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum.  

Sjá hér: http://vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is