Húsiđ - námskeiđ

Húsið sem staðsett er í Merkisteini, Aðalstræti 72, verður með Macrame blómahengi námskeið 8. júlí næstkomandi. Það eru nokkur laus pláss, um að gera að skrá sig á það fyrir 1. júlí svo hægt sé að panta nægt efni í tæka tíð. Húsið verður með fleiri námskeið og klúbba í júlí mánuði, fylgist endilega með þeim á facebook https://www.facebook.com/husidworkshop/, á instagram https://www.instagram.com/husid_workshop/ eða á https://www.husid-workshop.com/ til að sjá hvað er á dagskrá á næstunni!"


Meira

Bćjarstjórnarfundur.

311. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 28. júní 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 310. fundur, haldinn 17. maí.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 802. fundur, haldinn 30. maí.

3.Bæjarrráð – 803. fundur, haldinn 12. júní.

4.Bæjarrráð – 804. fundur, haldinn 26. júní.

5.Velferðarráð – 14. fundur, haldinn 31. maí.

6.Fræðslu- og æskulýðsráð – 34. fundur, haldinn 20. júní.

7.Atvinnu- og menningarráð – 15. fundur, haldinn 31. maí.

  1. Hafnarstjórn – 153. fundur, haldinn 27. júní.

9.Skipulags- og umhverfisráð – 35. fundur, haldinn 26. júní.

Almenn erindi

10.Sumarfrí bæjarstjórnar 2017.


Meira

Sjálfbođaliđar óskast í fjöruhreinsun á Rauđasandi

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi laugardaginn 1. júlí frá kl. 10:00 – 16:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðasands. Þetta er þriðji áfangi í hreinsun strandlengjunnar en stefnt er á að gera það árlega og klára alla ströndina. Boðið verður upp á samlokur, drykki og óvissuferð.


Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá landverði í síma 822-4081 eða senda póst á netfangið eddak@ust.is fyrir föstudaginn 31. júní. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á tjaldsvæðinu Melanesi kl. 10:40.

Vonumst til að sjá sem flesta


Meira

Vatnslaust í Sigtúni og fleiri stöđum á Patreksfirđi

Bilun varð í vatnslögnum á Hjöllum sem leiðir til vatnsleysis í Sigtúni Hjöllum og jafnvel öðrum stöðum.

Unnið er að viðgerð og hún ætti ekki að taka langar tíma.

 

Vatnsveitan

 


Meira

Hleđslustöđ fyrir rafbíla komin upp í Vesturbyggđ

Hraðhleðslustöðin sem Vesturbyggð fékk að gjöf frá Orkusölunni er komin í gagnið. Stöðin er fyrir utan íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð á Patreksfirði. Áformað er að tengja stöðina við E1 app en fyrst um sinn þurfa notendur stöðvarinnar að nálgast aðgangskort í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar til að virkja stöðina.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is