Bíldudals Grćnar

1 af 2

Nú um helgina stendur yfir hátíðin Bíldudals grænar. Bíldudals grænar er fjölskylduhátíð sem haldin er annað hvert ár á Bíldudal. Þá skartar bærinn sýnu fegursta, ýmsir listamenn stíga á stokk, haldnar eru sýningar, boðið upp á spennandi rétti úr því gæðahráefni sem sótt er í fjörðinn o.fl. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér


Meira

Kynning frćđsluađila á Patreksfirđi

Dagur framhaldsfræðsluaðila á Vestfjörðum verður haldinn 14. júní kl. 16-18 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Helstu fræðsluaðilar á Vestfjörðum kynna nám sem hægt er að sækja í farnámi, námi á framhaldsskólastigi, háskólastigi, fullorðinsfræðslu og raunfærnimat.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nám á heilbrigðissviði þar sem mikil þörf er á heilbrigðismenntuðu fólki á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn verða á staðnum til að kynna sitt starf og Sjúkraflutningaskólann.

Grill og skemmtilegheit.
Allir velkomnir!


Meira

Sýning danskra listamanna

Danskir listamennirnir sem staddir eru hérna Vesturbyggð þessa dagana ætla að vera með sýningu á verkum sínum í matsal (gamla íþróttasalnum) Patreksskóla á morgun sjómannadag klukkan 17:00, allir hjartanlega velkomnir. Myndirnar eru málaðar af svæðinu hér í kring.


Meira

Framkvćmdir á Ađalstrćti Patreksfirđi

Kæru íbúar, von er á malbikunarflokki á mánudaginn. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að keyra gætilega á mölinni á Aðalstrætinu um helgina til að lágmarka rask á þeirri undirbúningsvinnu sem búið er að vinna.  Einnig má búast við lokun á Aðalstrætinu utan við Albínu, hjáleið verður merkt.


Meira

Danskir listamenn

Þessa dagana eru hópur danskra listamanna staddur í Vesturbyggð á vegnum Norræna félagsins og Vesturbyggðar. Þeir fara um svæðið og mála myndir af náttúrunni og eru með vinnuaðstöðu í matsalnum í Patreksskóla og í stofunni í Gistiheimilinu við Höfnina á Bíldudal. Gestum og gangandi er velkomið að koma við hjá þeim um helgina og kynna sér þeirra vinnu.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is