Laust húsnćđi

Ágætu fasteignaeigendur í Vesturbyggð. Nokkuð mikið er um það að leitað sé til Vesturbyggðar til að athuga með laust húsnæði. Eins og staðan er núna er ekkert leiguhúsnæði í boði hjá sveitarfélaginu og biðlisti eftir lausum íbúðum. Ef að þið eigið húsnæði sem þið gætuð og vilduð koma í leigu eða sölu þá virðist eftirspurnin vera næg. Endilega setjið ykkur í samband við skrifstofuna ef að þið viljið að við bendum á ykkur.


Meira

Íslandsstofa á Vestfjörđum

Íslandsstofa og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða bjóða til kynningarfundar mánudaginn 12. júní nk. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Patreksfirði (fundarsalur) kl. 16.30-17.45 og eru allir velkomnir.

Á fundinum munu Sigsteinn Grétarsson, formaður stjórnar Íslandsstofu og Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri gera grein fyrir starfsemi Íslandsstofu og segja frá þeirri þjónustu sem stofan veitir.

Kynningarfundurinn er haldinn í tengslum við ferðalag stjórnar Íslandsstofu um Vestfirði 12. og 13. júní þar sem þau munu kynnast atvinnulífi og staðháttum á Vestfjörðum.


Meira

Tilraunaverkefni í jarđgerđ á vegum Vesturbyggđar

Kæru íbúar

Vesturbyggð ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í samvinnu við hóp íbúa varðandi moltugerð.  Hugmyndin er að stofna 10 til 15 manna hóp íbúa sem eru tilbúnir að jarðgera lífrænt sorp og útbúa moltu á sínu heimili. Hópurinn hittist og fær fræðslu um hvernig best er að standa að slíkri jarðgerð og eftir það verður gerður samningur á milli hópsins og Vesturbyggðar um framkvæmdina. Vesturbyggð leggur til jarðgerðartunnu og í staðinn minka íbúar það sorp sem þarf að senda í Fíflholt.

Ef vel tekst til er ætlunin að útvíkka verkefnið á næsta ári til fleiri íbúa.  Allt er þetta gert til þess að minka það sorp sem senda þarf út af svæðinu og þá um leið lækka kostnað við sorpförgun.

Vesturbyggð auglýsir nú eftir íbúum sem eru tilbúnir að koma í slíkan hóp og áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna eða senda tölvupóst á slokkvilid@vesturbyggd.is

Kveðja

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð


Meira

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóđs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.


Meira

Vinnuskóli Vesturbyggđar

Skráningar hefjast í dag 18.maí. Tekið er á móti umóknum til 31.maí.

Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 6.júní

Umsóknaeyðublöð vegna vinnuskólanns á Patreksfirði ber að skila á Bæjarskrifstofunni Aðalstræti 63 og umsóknum venga vinnuskólans á Bíldudal á skrifstofu Fræðslustjóra á Bíldudal. 

Afhenda þarf útfyllt skráningareyðublöð, undirrituð af foreldri/forráðarmanni.

Skráningareyðublöð má nálgast á heimasíðu Veturbyggðar undir Eyðublöð/vinnuskóli og á Bæjarskrifstofunni á Patreksfirði og Fræðslustjóra á Bíldudal.  

Félagsmálastjóri.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is