Rekstur upplýsingamiđstöđvar sumariđ 2017

Vesturbyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði sumarið 2017.

Gerð er krafa um að lágmarki 8 klukkutíma opnun á virkum dögum og 4 klukkutíma opnun um helgar.

Gert er ráð fyrir að upplýsingamiðstöðin opni í síðasta lagi 15. maí og loki í fyrsta lagi 15. september.

Áhugasamir eru beðnir um að skila inn stuttri greinagerð á netfangið baejarstjori@vesturbyggd.is fyrir miðvikudaginn 15. mars næstkomandi þar sem fram kemur hvernig fyrirkomulag upplýsingamiðstöðvarinnar er hugsað.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá Friðbjörgu Matthíasdóttur, bæjarstjóra í síma 450-2300


Meira

Bilun í vatnskerfi

Vegna bilunar í vatnskerfi við Urðagötu geta verið truflanir í vatnslögnum þar í kring. Unnið er að viðgerð.


Meira

Bókasafniđ á Patreksfirđi

Þessa dagana stendur yfir tiltekt og grisjun á bókasafninu á Patró. Við það verk fellur til töluvert af bókum sem þurfa nýtt heimili og eru margir titlar af ýmsu tagi í boði gefins. Bókasafnið er opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18, á fimmtudögum er opið frá kl. 19:30-21:30.


Meira

Skrifstofur Vesturbyggđar

Framkvæmdir standa yfir á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75 (nýju bæjarskrifstofunni) sem hýsir, byggingafulltrúa, félagsmálafulltrúa og skrifstofustjóra og er hún því lokuð tímabundið. Starfsmennirnir verða á meðan á því stendur með aðstöðu á Aðalstræti 63 (gömlu bæjarskrifstofunni) og er hægt að nálgast þau þar.


Meira

Bćjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 15. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 305. fundur, haldinn 18. janúar.

2.Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, - 47. fundur, haldinn 24. janúar.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 792. fundur, haldinn 24. janúar.

3.Bæjarráð – 793. fundur, haldinn 7. febrúar.

5.Velferðarráð – 13. fundur, haldinn 8. febrúar.

6.Atvinnu- og menningarráð – 12. fundur, haldinn 24. janúar.

7.Fræðslu- og æskulýðsráð – 30. fundur, haldinn 7. febrúar.

8.Skipulags- og umhverfisráð – 31. fundur, haldinn 13. febrúar.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is