Vorhreinsun og rusl í geymslugirđingunni á Patreksfirđi.

Miðvikudaginn 17. maí 2017 fer fram vorhreinsun þegar félagar í íþróttafélaginu Herði týna rusl á Patreksfirði. Um helgina 20. og 21. maí eru allir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að taka þátt í átakinu og huga að görðum og týna rusl í nærumhverfi sínu. Sömuleiðis eru fyrirtæki í sveitarfélaginu hvött til að hreinsa rusl og taka til á lóðum og á starfssvæði sínu.

Í tengslum við hreinsunarátakið á að taka til og henda rusli sem geymt hefur verið innan geymslugirðingarinnar í Fjósadal á Patreksfirði. Þeir aðilar sem telja sig eiga hluti sem geymdir hafa verið innan geymslugirðingarinnar eru hvattir til að fjarlægja þá eða tilkynna til Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði að óskað er að hlutirnir verði áfram geymdir innan girðingarinnar. Gjald fyrir geymslu er 191 kr. á mánuði fyrir hvern fermetra.

Þeir hlutir sem enginn bendir á sem sína eign verður fargað eftir 1. júlí nk.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Meira

Bćjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 17. maí 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 309. fundur, haldinn 26. apríl.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 800. fundur, haldinn 9. maí.

3.Bæjarrráð – 801. fundur, haldinn 16. maí.

4.Fræðslu- og æskulýðsráð – 33. fundur, haldinn 16. maí.

  1. Hafnarstjórn – 152. fundur, haldinn 16. maí.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 34. fundur, haldinn 15. maí.


Meira

Húsiđ - House of creativity

Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson eru að fara að opna vinnustofu í Merkisteini, sem mun bera nafnið Húsið. Þau hafa í hyggju að bjóða upp á alls kyns vinnustofur og námskeið og langar þeim að leita til ykkar og heyra hvað íbúar Vesturbyggðar myndu vilja sjá gerast í Húsinu. Þau hafa því útbúið stutta könnun sem þeim þætti vænt um ef þið gætuð svarað. Þetta eru aðeins örfáar spurningar og tekur örstutta stund. Könnunin er að sjálfsögðu nafnlaus. Það eina sem þarf að gera er að smella á linkinn sem fylgir með hér að neðan, svara spurningum og ýta á bláan takka sem er neðst í könnuninni þar sem stendur SENDA INN eða SUBMIT, fer eftir hvort google þýði takkann eða ekki. Hér að neðan, má einnig sjá link á facebook síðu Hússins, það er um að gera að líka við síðuna til að geta fylgst vel með hvað er um að vera hjá þeim.

https://goo.gl/forms/3CLnACXjqTFHzIce2 

Hér má nálgast facebooksíðu hússins


Meira

Vorhreingerning í Vesturbyggđ

Næstu daga verður vorhreingerning í Vesturbyggð. Íþróttafélagið Hörður mun týna rusla á Patreksfirði á 17.maí, Íþróttafélagið á Bíldudal mun týna rusl nk. Laugardag (20.maí). Á Barðaströnd mun Ungmennafélagið týna rusl á Birkimel og við Brjánslækjarhöfn næstu helgar.

Við hvetjum íbúa til að taka þátt og sem og að huga að görðum og nærumhverfi sínu. Sömuleiðis hvetur Vesturbyggð fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka til á lóðum og í umhverfi sínu.

Helgina 20-21.maí verður lengri opnunartími á gámavöllum sveitarfélagsins á Patreksfirði og á Bíldudal svo íbúar geti losað sig við rusl og annan úrgang.

Opnunartími gámavalla Gámaþjónustu Vestfjarða verður eftirfarandi:

Laugardagur, 20.maí:

Bíldudalur – 10:00-12:00

Patreksfjörður – 15:00 – 17:00

Sunnudagur, 21.maí:

Bíldudalur – 12:00-14:00

Patreksfjörður - 15:00-17:00

Bæjarstjóri


Meira

Málstofu um vegamál og fyrstu skóflustungu ađ Dýrafjarđargöngum FRESTAĐ.

Málstofu um vegamál og fyrstu skóflustungu að Dýrafjarðargöngum, sem vera átti að Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun laugardaginn 13. maí hefur verið frestað vegna ófærðar.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is