Leikskólinn Araklettur auglýsir eftir starfsfólki

Leikskólakennarar frá 1. september 2017

Leikskólakennarar, leikskólaliðar eða starfsmenn með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa á Araklett.

Araklettur er 3 deilda leikskóli á Patreksfirði. Lögð er áhersla á Lífsmennt og læsi, umhverfismennt, heilsueflingu og vináttu. Vakin er athygli á Skólastefnu Vesturbyggðar og jafnréttisáætlun Vesturbyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Leikskólasérkennari, Þroskaþjálfi sem fyrst

eða starfsmaður með mennturn og/eða reynslu sem nýtist í starfi með barn sem þarfnast stuðnings og sérkennslu

Hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg og einnig af stuðnings- og sérkennslu. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Stundvísi og reglusemi. Góð íslenskukunnátta.

Afleysing

Starfsmaður sem leysir af vegna undirbúnings, veikinda og fleira. Þarf að vera sérlega lipur og hæfur í samskiptum við nemendur og starfsfólk reynlsa af leikskólastörfum æskileg.

Frekari upplýsingar um störfin

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur til 31. Maí 2017

Nánari upplýsingar veitir Hallveig Ingimarsdóttir í síma 450-2343 og tölvupósti araklettur@vesturbyggd.is

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is