Tálknafjarðarkirkja

Tálknafjarðarkirkja: mynd Helgi Hjálmtýsson
Tálknafjarðarkirkja: mynd Helgi Hjálmtýsson

Tálknafjarðarkirkja tilheyrir Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

 

Tálknafjarðarkirkja er kirkja Tálknfirðinga. Eldri kirkja Tálknfirðinga er Stóra-Laugardalskirkja.

 

Fyrsta skóflustungan að Tálknafjarðarkirkju var tekin þann 6. maí árið 2000 af biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, ásamt Eydísi Huldu Jóhannesdóttur og Friðriki Kristjánssyni.

 

Herra Karl vígði einnig kirkjuna þann 5. maí árið 2002. Kirkjan er fyrsta timburkirkjan sem byggð hefur verið á Íslandi í háa herrans tíð og er falleg smíði. Arkitekt kirkjunnar er Elísabet Gunnarsdóttir á Ísafirði.

 

Altari kirkjunnar er hannað af Hreini Friðfinnssyni úr stuðlabergi sem og altaristaflan sem er stór veggur alsettur glitperlum.

 

Kirkjan sómir sér vel þar sem hún stendur uppi á Þinghól í Tálknafirði og sést víða að úr bænum og nágrenninu.

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is