Verkstjóri í áhaldahúsið á Patreksfirði óskast!

Vesturbyggð óskar eftir að ráða verkstjóra í áhaldahús Vesturbyggðar, Patreksfirði. Starfið felst í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, gatnakerfi og umhirðuverkefni á vegum sveitarfélagsins. Næsti yfirmaður er forstöðumaður tæknideildar.

Menntunar og hæfniskröfur eru vinnuvélaréttindi, iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.  Lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi bæjarstarfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 3.nóvember 2017.


Meira

ALÞINGISKOSNINGAR laugardaginn 28. október 2017

Kjörstaðir í Vesturbyggð og upphaf kjörfunda verða sem hér segir:

Patreksfjörður

Kosið í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Kjördeildin opnar kl. 10:00.

Bíldudalur

Kosið í Baldurshaga félagsheimilinu á Bíldudal.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Krossholt

Kosið í Birkimelsskóla.

Kjördeildin opnar kl. 12:00.

Íbúar fyrrum Rauðasandshrepps eru skráðir í kjördeildinni á Patreksfirði.

Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunum Aðalstræti 63, Patreksfirði og á skólaskrifstofunni í Skrímslasetrinu, Bíldudal.

Vesturbyggð, 11. október 2017.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Meira

Lyftaranámskeið

Námskeið í stjórn og meðferð GAFFALLYFTARA verður haldið á Ísafirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12

  1. og 27. október 2017.

(tveggja daga námskeið).Ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald kr 24.000

Skráning og upplýsingar í síma 550-4600.

https://skraning.ver.is/skraning.aspx?nid=14150

 

Einnig í netfang vinnueftirlit@ver.is

Vinnueftirlitið,


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 18. október 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 313. fundur, haldinn 21. september.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 812. fundur, haldinn 10. október.

3.Bæjarráð – 813. fundur, haldinn 17. október.

4.Bæjarráð – 814. fundur, haldinn 18. október.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 36. fundur, haldinn 10. október.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 39. fundur, haldinn 27. september.

7.Skipulags- og umhverfisráð – 40. fundur, haldinn 16. október.

Almenn erindi

8.Alþingiskosningar 2017 – kjörskrá.


Meira

Vesturbyggð og Húsið – House of creativity

Við óskum eftir fólki til þess að útbúa margnota poka sem síðan verður dreift í verslanir á svæðinu og notaðir í stað plastpoka.

Ætlunin er að hittast í Húsinu Aðalstræti 72 á Patreksfirði þriðjudaginn 10. okt. kl 19:30

Einnig óskum við eftir bolum til þess að nota í pokagerðina. Koma má með boli á viðburðinn en einnig er karfa fyrir utan húsið þar sem skilja má bolli eftir fyrir verkefnið.

Ætlunin er að útbúa 300 poka næstu 4 þriðjudaga og eftir það starta verkefninu í verslunum á svæðinu.

Nánar um verkefnið hér

https://www.husid-workshop.com/taupokagerd


Meira

Hluta af Aðalstræti lokað í kvöld.

Í kvöld 6. okt. verður hluta af Aðalstræti á Patreksfirði verður lokað á milli kl 19:40 og 20:15 vegna viðburðar í Skjaldborgarbíó.

 

Um er að ræða kaflann frá kirkju og að gatnamótum við Skjaldborgarbíó.

Íbúar við götuna fá að sjálfsögðu að keyra um.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kanna að hafa.


Meira

Sálfræðiþjónusta

Emil Einarsson sálfræðingur verður með viðtalstíma  á Patreksfirði  fram að áramótum eins og hér segir :

27.oktober

24.nóvember

8.desember

Til að panta tíma þarf að hafa samband beint við  Emil  í  netfangi  emilsalfr@gmail.com


Meira

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 27.grein laga nr. 59/1992  um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

 Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 Umsóknafrestur er til 20. október 2017 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilissveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 


Meira

Vinna við vatnsveitu á Bíldudal

Í dag verður unnið við vatnsveitu á Bíldudal.

 

Langahlíð , Tjarnarbraut, Strandgata,  verða vatnslaus í  einn klukkutíma eftir kl 17 í dag 18.9. 2017 vegna tenginga.

 

Vatnsveita


Meira

Grendarkynning vegna hafnarsvæðis á Bíldudal

Hér með boðar bæjarstjórn Vesturbyggðar til grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breyting

Breyting á deiliskipulagi sem unnið var af Fjölsviði ehf árið 2012 og samþykkt í bæjarstjórn þann 16. janúar 2013 er að hluti lóðar Strandgötu 2 og Hafnarteigs 4 verði sameinaðar í eina. Heildarstærð lóðar Hafnarteigs 4 verður því u.þ.b. 28.138 m2 í stað 26.458 m2. Hluti lóðar að Strandgötu 2 fellur til sveitarfélags, u.þ.b. 320m2, með fyrirvara um nýtingarrétt.

Hér má sjá kynninguna.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is