Arctic Sea Farm hf. - Starfsleyfistillaga í auglýsingu

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði og auk þess á skrifstofu Tálknafjarðar, á tímabilinu 29. júní til 25. ágúst 2017.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. ágúst 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillaga Umhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla. Þá fylgir einnig sérstök greinargerð um málið. Starfsleyfistillagan hefur áður verið auglýst en auglýsingin er endurtekin vegna þess að vafi er á að rétt hafi verið staðið að fyrri auglýsingu.

Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. 

Nánari upplýsingar má fá hér.

 


Meira

Ofanflóđavarnir á Patreksfirđi, Vesturbyggđ, Urđargata, Hólar og Mýrar

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Vesturbyggð er framkvæmdaraðili verksins en verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar.

Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Þá verður gerð grein fyrir hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum og hvaða gögn og rannsóknir verða lögð til grundvallar matinu.

Drög að tillögu að matsáætlun hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér fyrir neðan má finna hlekki inn á þær skýrslur sem tilheyra matinu. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að tillögu að matsáætlun á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík

Frestur til að senda inn ábendingar er til 24. júlí n.k.

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð – Drög að tillögu að matsáætlun


Meira

Húsiđ - House of creativity

Kæru íbúar Vesturbyggðar, Skjaldborgarhátíðin 2017 er að hefjast. Hjónin Julie Gasiglia og Aron Ingi Guðmundsson opna HÚSIÐ - House of creativity í kvöld í Merkisteini, Aðalstræti 72. Opnunartímar Hússins yfir Skjaldborgarhátíðina, þ.e. Hvítasunnuhelgina verða sem hér segir: föstudagurinn 2. júní 18:00-20:30, laugardagur og sunnudagur 3. og 4. júní 11:30-15:00 og mánudagurinn 5. júní 11:00-13:00.


Meira

Fuglar heimsins

Frásögn og myndir af fuglum frá sex heimsálfum

Skjaldborgarbíói 7. Júní 2017 kl 20:00

Í sumar hefur rekið á fjörur okkur landbúnaðar verkfræðingur frá Ungverjalandi, István Balázs, sem hefur ferðast um heiminn og unnið að verndun fugla og sérhæft sig í fálkum og haukum. Myndirnar sem István hefur tekið eru engur líkar og langar hann að bjóða öllum að sjá myndir af ótrúlegum fjölda fugla frá sex heimsálfum.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


Meira

Viđgerđ á vatnsveitu Patreksfjarđar

Vegna viðgerða á Vatnsveitu Patreksfjarðar verður lokað fyrir vatn á nokkrum stöðum milli klukkan 8:30 og 10 fimtudaginn 1. júní

Balar

Sigtún 26-67

Aðalstræti 74-97

Brunnar

Beðist er velvirðingar á þessu

Vatnsveitan


Meira

Vestfirđingum bođiđ uppá heilsufarsmćlingu

Hjartaheill og SÍBS í samstarfi við sveitarfélög og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða bjóða Vestfirðingum ókeypis heilsufarsmælingu 9.-12. maí næstkomandi. Mælingarnar ná til helstu áhættuþátta lífsstílssjúkdóma þar sem mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfita, súrefnismettun og styrkur auk þess sem boðið verður upp á öndunarmælingu fyrir þá sem mælast lágir í súrefnismettun. Þátttakendum gefst kostur á að svara lýðheilsukönnun og verður fræðsla um lífsstílstengda sjúkdóma í boði, hjúkrunarfræðingar frá heilsugæslunni verða á staðnum og veita ráðgjöf og eftirfylgd.

Patreksfjörður:  9. maí frá kl. 18-20

Táknafjörður:    10. maí frá kl. 10-12

Bíldudalur:        10. maí frá kl. 10-12

 

 

 


Meira

Grenndarkynninga milli Heimsenda og Pakkhúss á Patró - frestur til athugasemda framlengdur.

Vesturbyggð kynnir grenndarkynningu vegna breytingar á byggingarreit lóðar milli Heimasenda og Pakkhúss við Eyrargötu. Athugasemdafrestur er til 25.apríl 2017. Breytingin felur í sér færslu á byggingarreit innan lóðar, byggingarreiturinn er færður til suðausturs.

Frestur til athugasemda hefur verið framlengdur til 12. maí 2017.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður


Meira

Íţróttamiđstöđin Brattahlíđ - Opiđ um páska

Íþróttamiðstöðin Brattahlíð

                Opið um páska    

Fimmtudagur opið frá 10:00 til 15:00

Föstudagurinn langi lokað

Laugardagur 10:00 til 15:00

Páskadagur lokað

Annar í páskum 10:00 til 15:00


Meira

Deiliskipulag fyrir iđanađar og hesthúsahverfi á Bíldudal

Deiliskipulag Iðnaðar- og hesthúsasvæðis Bíldudal.

Vesturbyggð auglýsir lóðir til umsóknar við nýtt iðnaðar- og hesthúsasvæði ofan Hóls í Bíldudal. Deiliskipulagið nær til 11 athafnalóða og 6 hesthúsalóða.

Sjá nánar hér.

Teikning hér.


Meira

Grenndarkynninga milli Heimsenda og Pakkhúss á Patró

Vesturbyggð kynnir grenndarkynningu vegna breytingar á byggingarreit lóðar milli Heimasenda og Pakkhúss við Eyrargötu. Athugasemdafrestur er til 25.apríl 2017. Breytingin felur í sér færslu á byggingarreit innan lóðar, byggingarreiturinn er færður til suðausturs.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Athugasemdum má skila á vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í bréfpósti, þá merkt:

Vesturbyggð, Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggđ - Kt. 510694-2369 - Ađalstrćti 63 - 450 Patreksfirđi - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is