miðvikudagurinn 15. janúar 2014

Í upphafii nýs árs - frá bæjarstjóra

Kæru íbúar Vesturbyggðar.

Þá er nýtt ár gengið í garð enn og aftur. Jólahátíðinni lokið og hversdagurinn tekinn við. Nýárssólin boðar bjartari tíma og lengri daga.

Árið 2013 var nokkuð gott í Vesturbyggð ef frá er dregið veðrið! Íbúum fjölgaði talsvert á árinu en fækkaði aftur í lok árs og íbúafjöldinn endaði í 949 manns. Þá fæddust 6 börn og er sérstök ástæða til að gleðjast yfir því. Við minnumst jafnframt þeirra sem féllu frá á árinu með kærri þökk fyrir þeirra framlag til samfélagsins.


Meira

Frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er hér lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Er þetta síðasta áætlun kjörtímabilsins. Síðasta ár hefur verið ár viðsnúnings í rekstri og fólksfjölgunar, nýrra tækifæra og bjartsýni. Miklar vonir eru bundnar við uppbyggingu í laxeldi og kalkþörungavinnslu sem og ferðaþjónustu en þar eru spennandi tímar framundan. Við leyfum okkur hins vegar ekki að vera bjartsýn í áætlunargerðinni enda gerir hún ekki ráð fyrir fjölgun íbúa heldur status quo. Fjölgun og útsvarshækkun verður því hrein viðbót við tekjur sveitarfélagsins.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is