112

Neyðarlínan sér um Þjónustu við viðbragðsaðila
Hlutverk 112 vegna þjónustu við viðbragðsaðila landsins, er að svara öllum símtölum frá almenningi vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna. Neyðarverðir 112 annast fyrstu skráningu og forgangsröðun neyðarsímtala, eftir því hvort um er að ræða neyðarverkefni eða önnur útkallsverkefni og framsendir þau eða boðar eftir atvikum
Öll erindi eru metin skv. verkferlum og unnin skv. óskum hvers viðbragsaðila.


Fyrir börnin.


112 er borið fram "einn einn tveir"
það er vegna þess að þegar börn eru að byrja að læra að telja þá skilja þau og geta jafnvel hringt í einn einn tvo
en þau skilja ekki hundrað og eitthvað.
Þess vegna skulum við nota "einn einn tveir" þegar við tölum um símanúmer neyðarlínunar.


Þegar hringt er í 112

Hér eru gagnlegar upplýsingar um hvernig samtal við neyðarlínuna getur farið fram.
Hér eru leiðbeiningar


Fjölbreytt þjónusta

Neyðarlínan er í samstarfi við fjölmarga aðila,
Hér er síðan þeirra með lista yfir þá aðila

Barnanúmerið.

Neyðarlínan sér um tilkynningar til barnaverndarnefnda.


Hverjir geta hringt og hvar


Allir geta hringt í 112 úr fastasímum - landlínum símafyrirtækjanna.

Samband næst við 112 óháð því hvort síminn er lokaður t.d. vegna vanskila.

GSM. Úr Gsm símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda.
Samband næst óháð því hvort símakort sé í símanum eða ekki.

NMT. Úr NMT símum næst samband þar sem skilyrði eru vegna staðsetningar senda.

Irridium - gerfihnattasímar.
Þegar þú notandi góður ert utan fastasímakerfis landsins, þ.e. utan landlínu, GSM eða NMT kerfis,
þú ert t.d. á hálendi Íslands eða á hafi, þá hefur þú möguleika á Irridium farsíma í gegnum gerfihnattarsamband.
Til þess að ná í íslensku Neyðarlínuna 112 þá þarftu að hringja eftirfarandi 00354- 8090112,
þetta númer getur þú sett í skammval eða forritað í Irridium símann sem þú hefur til umráða.

Hafnarsímar. Beiðni um aðstoð Neyðarlínunnar 112 getur komið í gegnum fasta síma sem staðsettir eru í höfnum landsins. Þessir símar eru í flestum tilvikum einvalssímar þ.e. aðeins er hægt að hringja beint í 112 enginn annar valkostur er gefinn. Símar þessir eru sérmerktir, auðsjáanlegir öllum í þeim höfnum sem þeir eru uppsettir í.

Hvalfjarðargöng og önnur göng á landinu Þar er sama símafyrirkomulag og með svipaðri virkni og hafnarsímar. Þessir símar eru í flestum tilvikum einvalssímar þ.e. aðeins er hægt að hringja beint í 112 enginn annar valkostur er gefinn. Símar þessir eru yfirleitt í sérstökum kössum og / eða merktir með síma eða neyðarsímamerkingu.

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is