Fjárhagsaðstoð

Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir: Skylt er hverjum manni að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.  Þegar einstaklingur er ekki fær um að sjá um eigin framfærslu eða fjölskyldu sinnar getur hann leitað eftir aðstoð til síns sveitarfélags.
Félagsmálastjóri Vesturbyggðar veitir allar upplýsingar í síma en umsækjandi um fjárhagsaðstoð þarf að panta og fara í viðtal hjá félagsmálastjóra áður en umsókn er tekin fyrir. Viðtalspantanir eru í síma 4502300.

Réttur til fjárhagsaðstoðar
Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eru fjárráða, eiga lögheimili í Vesturbyggð og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum.  Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að hafa hætt rekstri og lagt inn virðisaukanúmer til að geta sótt um fjárhagsaðstoð.

Aðstoðin er í formi styrks eða láns. Jafnan eru kannaðir aðrir möguleikar en fjárhagsaðstoð.  Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar. Um fjárhagsaðstoð í Vesturbyggð gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr. 40/1991).

Upphæðir fjárhagsaðstoðar 2015

Framfærslugrunnur einstaklinga 18 ára og eldri er kr. 146.309

Framfærslugrunnur hjóna/sambúðaraðila hækkar um 1,6 og er kr. 234.094 

Ungu atvinnulausu fólki á aldrinum 18-21, sem býr hjá foreldum og hefur tekur undir viðmiðunarmörkum skal reiknast 0,5 af framfærslugrunni kr. 73.155


Umsókn um fjárhagsaðstoð
Sótt er um fjárhagsaðstoð á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Vesturbyggðar og á vefnum undir félagsþjónusta/eyðublöð.
Eftirtalin gögn þurfa að hafa borist áður en umsóknin er tekin fyrir:
- Staðfest skattframtal og álagningarseðill.
- Tekjuseðlar (laun/bætur) fyrir síðustu 2 mánuði.
- Skráning hjá Vinnumálastofnun eða læknisvottorð um óvinnufærni.
- Önnur gögn eða gjöld sem við geta átt, s.s. yfirlit yfir greiðsluþjónustu.

Erlendir ríkisborgarar verða að leggja fram dvalarleyfisskírteini frá Útlendingastofnun. Umsókn þarf að vera undirrituð af umsækjanda. Eyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.  Eyðublöðin eru einnig tiltæk á heimasíðunni og er hægt að prenta þau út, fylla út og senda til félagsþjónustu.

Ferli umsóknar
Þegar viðtal hefur farið fram og öll gögn hafa borist, er umsóknin lögð fyrir félagsmálanefnd. Áfrýja má niðurstöðu félagsmálanefndar til Úrskurðarnefndar félagsþjónustu hjá félags- og tryggingamálaráðuneyti.

Allir styrkir eru skattskyldir og af þeim er reiknuð staðgreiðsla skatta. Þá ber að telja þá fram á skattframtali. Þeir umsækjendur sem ætla að nýta skattkort þurfa að skila því inn tímanlega.

Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is