Fjölskyldan

 

Sveitarfélaginu er skylt, í samvinnu við foreldra, forráðamenn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsugæslu barna og ungmenna, að gæta velferðar og hagsmuna þeirra í hvívetna. Sjá skal til þess að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, t.d. leikskóla og tómstundaiðju.

Tvær félagsmiðstöðvar eru starfræktar í Vesturbyggð. Félagsmiðstöðin Vest-End á Patreksfirði er til húsa í neðri skóla Patreksskóla. Félagsmiðstöðin Dímon á Bíldudal er staðsett á neðri hæð félagsheimilisins Baldurshaga. Félagsmiðstöðvastarfið er ætlað unglingum úr 8.-10. bekk en 7. bekkingar geta mætt einu sinni í viku og á sértaklega auglýsta viðburði. 


Dagforeldrar
Sveitarfélagið hefur sett sér reglur um leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum. Reglur og eyðublöð má nálgast á heimasíðunni. Foreldrar geta haft beint samband við starfandi dagforeldra sem veita allar frekari upplýsingar. Eins er hægt að hafa samband við félagsmálastjóra Vesturbyggðar. Daggæsla barns er þá aðeins niðurgreidd að í gildi sé samningur milli dagforeldris og sveitarfélagsins.

Starfandi dagforeldri:
Ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu í dag.

Foreldragreiðslur

Foreldragreiðslum er ætlað að brúa bil frá því að barn nær sex eða níu mánaða aldri þar til það verður 14 mánuða eða byrjar í leikskóla. Eitt af skilyrðum fyrir greiðslunum er að foreldrar hafi sótt um leikskólapláss í Vesturbyggð og þarf barn og foreldrar/forráðamenn þess að búa og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Hægt er að sækja um foreldragreiðslur þegar barn einstæðra foreldra hefur náð sex mánuða aldri og barn foreldra í hjúskap eða sambúð hefur náð níu mánuða aldri. 

Reglur Vesturbyggðar um foreldragreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum. 


Ýmsar upplýsingar
Um meðlög/framlög
Jöfnunarstyrkur vegna náms í framhaldsskóla

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is