miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

Fasteignagjöld í Vesturbyggð 2013

Ár hvert eru lögð á fasteignagjöld á eignir í sveitarfélögum. Fasteignagjöld skiptast í fimm tegundir gjalda sem öll eru ákveðið hlutfall af fasteignamati hverrar eignar:

  1. Fasteignaskatt,

  2. Lóðaleigu,

  3. Holræsagjald,

  4. Vatnsgjald og

  5. Sorphirðugjald.

 

Nokkur umræða hefur verið um hækkun á fasteignagjöldum í sveitarfélaginu á síðustu árum. Rétt er að útskýra þá krónutöluhækkun sem orðið hefur á undanförnum árum, sem og ástæðu fyrir hækkun álagningarstuðla á eignunum. Helst skýrist það á nokkurri hækkun á fasteignamati, á milli áranna 2012 og 2013 hefur fasteignamat og lóðamat hækkað um 8% og 8,2%.

 

Um árabil hefur fasteignamat á sunnanverðum Vestfjörðum verið lágt en undanfarið hefur það sem betur hækkað, líkt og á landinu öllu. Hér má sjá yfirlit yfir fasteignamat á landinu: http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8187 . Verðgildi eigna er að aukast og fasteignaverð er að hækka hér í sveitarfélaginu. Það eitt er mjög jákvætt fyrir samfélagið og gefur til kynna meiri bjartsýni og veltu í samfélaginu.

 

Eftirfarandi tafla sýnir álagningarstuðla fasteignagjalda í Vesturbyggð. Engin breyting hefur verið á álagningarstuðlum en hækkun hefur verið á fráveitugjaldi og vatnsgjaldi, en eins og kemur fram í stefnuræðu bæjarstjóra 2013 er sú hækkun tímabundin vegna mikilla og kostnaðarsamra framkvæmda við veitur sveitarfélagsins. Vonandi verður hægt að lækka það strax á næsta ári.

 

Álagningarstuðlar

2011

2012

2013

Fasteignaskattur A flokkur

0,525 %

0,525%

0,525%

Fasteignaskattur C flokkur

1,650%

1,650%

1,650%

Vatnsgjald-íbúðarhúsnæði

0,40%

0,40%

0,45%

Vatnsgjald-atvinnuhúsnæði

0,500%

0,500%

0,500%

Fráveitugjald

0,330%

0,330%

0,350%

Sorphreinsigjald fyrir hverja tunnu

12.000 kr

15.000 kr

15.800 kr

Umhverfisgjald. Íbúðir fyrir hverju tunnu

21.000 kr

23.000 kr

25.000 kr

Sumarhús

21.000 kr

23.000 kr

25.000 kr

Lögbýli

27.000 kr

35.000 kr

40.000 kr

Lóðarleiga

3,750%

3,750%

3,750%

 

Sorphreinsigjald og umhverfisgjald hækkar hvort um sig um 4000 kr milli áranna 2011-2013 skv. verðlagsþróun. Rétt er að taka fram að þjónusta við sorphreinsun var um árabil niðurgreidd með öðrum tekjum í sveitarfélaginu og sú þjónusta rekin með miklu tapi senda var umhverfisgjald umtalsvert lægra hér en víðast hvar annarsstaðar. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki leyfilegt að niðurgreiða sorphirðu og sorpeyðingu með tekjum úr öðrum málaflokkum. Hækkun á umhverfisgjöldum var því óumflýjanleg haustið 2011. Kostnaður við þann málaflokk hefur þó lækkað umtalsvert enda greiða fyrirtæki nú fyrir það magn af sorpi sem þau skila, en ekki einungis eitt fast gjald. Ríflega þriðjungur alls sorps í sveitarfélaginu fellur til frá fyrirtækjum. Einnig náðust góðir samningar um urðun á sorpinu við Sorpurðun Vesturlands í Fíflholtum en áður fyrr var það brennt í Funa á Ísafirði sem nú hefur verið lokað. Önnur sveitarfélög á Vestfjörðum urða sitt sorp líka í Fíflholtum. Samt sem áður eru gjöldin ekki nógu há til þess að standa undir þessum málaflokki. Til þess að lækka megi álögur í þessum málaflokki þurfa íbúar að vera duglegri við að flokka og hvet ég alla þá íbúa sem ekki flokka að kynna sér hvernig það er gert, það er minna mál en flesta grunar. Kynningarefni má finna á www.vesturbyggd.is og á heimasíðu Gámaþjónustu Vestfjarða: www.gamarvest.is/ . Með meiri flokkun minnkar það magn sem þarf að urða. Hvert kg af sorpi kostar um 30 kr. þegar það er komið ofan í jörðu í Fíflholtum. Einnig er rétt er að hafa það í huga að vegna staðsetningar Vesturbyggðar liggur það í hlutarins eðli að kostnaður við urðun verður alltaf hærri vegna vegalengda að urðunarstað.

 

Eftirfarandi tafla sýnir stöðu Vesturbyggðar í samanburði við önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og jaðarsvæði höfuðborgar. Í samanburðinum eru reiknuð gjöld á uþb 200 fm einbýlishús með bílskúr. Þar kemur í ljós að í Vesturbyggð eru lægstu fasteignagjöldin og álagningarstuðlar eru álíka og í öðrum sveitarfélögum. Af samanburðarsveitarfélögunum eru lægstu gjöldin á Bíldudal en þau 4. lægstu á Patreksfirði. Aðeins í Súðavík og Bolungarvík eru gjöldin lægri. Hæstu fasteignagjöldin eru greidd í Grundarfirði en þar greiða íbúar sérstakt álag vegna skuldavanda sveitarfélagsins. Þrátt fyrir háar skuldir hefur Vesturbyggð ekki þurft að grípa til sama ráðs og Grundfirðingar því niðurgreiðsla skulda hefur gengið vel. Af þeim sveitarfélögum sem ekki greiða sérstakt álag eru Borgarbyggð og Stykkishólmur með hæstu gjöldin. Í töflunni er miðað við 200 fm einbýlishús með bílskúr.

 

 

Bygg.ár

Bíl

skúr

m2

Fasteigna

Mat kr.

 

Lóðar-

Mat kr.

 

Fasteigna

Skattur kr.

 

Vatns-

Gjald kr.

Holræsa-

Gjald kr.

 

Lóðar-

leiga kr.

Sorp-

Gjöld kr.

Samtals kr.

Bíldudalur

1980

203

10.300.000

565.000

54.075

46.350

36.050

21.188

40.800

198.463

Súðavík

1996

213

17.300.000

1.460.000

64.010

51.900

38.060

21.900

29.369

205.239.

Bolungarvík

1968

204

13.400.000

1.005.000

67.000

53.600

40.200

10.050

34.650

205.500

Patreksfj

1978

214

11.050.000

708.000

58.013

49.725

38.675

26.550

40.800

213.763

Seyðisfjörður

1964

199

12.750.000

1.085.000

79.688

40.800

38.250

21.700

34.020

214.458

Þorlákshöfn

1975

197

26.100.000

3.190.000

93.960

31.320

65.250

22.330

28.859

241.719

Hornafjörður

1973

217

20.350.000

1.800.000

101.750

36.630

61.050

18.000

25.500

242.930

Siglufjörður

1976

205

16.600.000

1.270.000

81.340

58.100

58.100

24.130

31.400

253.070

Mosfellsbær

1979

206

41.550.000

9.270.000

110.108

41.550

58.170

31.518

22.500

263.846

Blönduós

1982

206

20.050.000

1.735.000 k

86.215

60.150

55.138

34.700

37.400

273.603

Ísafjörður

1972

190

19.800.000

1.600.000

123.750

40.590

49.500

28.800

39.300

281.940

Hellissandur

1976

200

22.050.000

2.700.000

97.020

72.765

35.280

48.600

30.000

283.665

Hveragerði

1972

193

26.700.000

3.760.000

109.470

37.380

74.760

37.600

26.000

285.210

Ólafsvík

1982

201

22.700.000

2.660.000

99.880

74.910

36.320

47.880

30.000

288.990

Reyðarfjörður

1991

207

24.600.000

2.370.000 k

110.700

76.260

78.720

12.561

31.000

309.241

Sandgerði

1963

209

20.050.000

3.150.000

125.313

60.150

60.150

47.250

37.465

330.328

Stykkishólmur

1982

204

28.950.000

3.830.000 k

124.485

60.529

57.900

55.152

42.200

340.266

Borgarnes

1981

201

26.900.000

3.150.000

96.840

80.700

104.050

36.225

30.400

348.215

Grundarfjörður

1966

204

25.050.000

3.590.000

156.563

60.529

37.575

53.850

40.000

348.516

 

Fullur skilningur er á því að heimili þoli illa auknar álögur í formi fasteignagjalda. Hinsvegar er rétt að benda á samanburðinn þar sem bersýnilega kemur í ljós að fasteignagjöld í Vesturbyggð eru lág miðað við þau sveitarfélög sem Vesturbyggð ber sig jafnan saman við, s.s. á Snæfellsnesi og stærri sveitarfélög á Vestfjörðum. Jafnframt er bent á að álag á veitur er einungis tímabundið og að lækka má kostnað við sorpeyðingu með því að flokka meira og þar eru sóknarfæri íbúa mikil.

Skrifaðu athugasemd:
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is