föstudagurinn 23. september 2011

Verkefni sumarsins og vegamál

Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir
Mikill baráttuhugur er í okkur íbúum eftir fundinn með ráðherra. Vel gekk og nú þurfum við að halda áfram baráttu okkar fyrir bættum samgöngum um láglendisveg til Reykjavíkur. Í þessari glímu verðum við sem fyrr að standa þétt saman, eigi skal víkja!

En að öðru.

Meðan einungis hefur verið fjallað um peningaleysi sveitarfélagsins skýtur kannski skökku við að fjalla um sumarverkefnin. Það er margt smátt sem hefur verið gert og ágætt að fara yfir það. Oftar en ekki eru þessi verkefni „ósýnileg"!

1. Tjaldsvæði á Bíldudal, 1. áfangi. Salernishús flutt frá Patreksfirði, þökulagðir 700 fm, rafmagn lagt fyrir húsbíla og fellihýsi.
2. Tjaldsvæði á Patreksfirði, 2. áfangi. Þökulagt, 1. áfangi þjónustuaðstöðu kláruð, salernisaðstaða. Rafmagnsstaurar og seyrulosun kláruð.
3. Vinnuaðstaða starfsmanna á Arakletti bætt, nýir stólar og borð keypt fyrir yngstu deildina.
4. Viðgerðir á vatnskerfi í Bröttuhlíð.
5. Umfangsmiklar viðgerðir á Vatnsveitum á Patreksfirði og Bíldudal.
6. Hreinsun á hafnarsvæði á Patreksfirði í samstarfi við atvinnulífið.
7. Geymslusvæði í girðingu á Patreksfirði klárað og hreinsað.
8. Geymslusvæði á Bíldudal lagað.
9. Girðing við Byltu á Bíldudal kláruð.
10. Gróðursetning í snjóflóðavörnum á Bíldudal.
11. Fyrsti áfangi uppsáturssvæðis á Patreksfirði kláraður. Annar áfangi verður kláraður í haust þegar vatn og rafmagn verður lagt á svæðið.
12. Hreinsun á hafnarsvæði á Brjánslæk í samstarfi við fyrirtæki og heimamenn. Hafnarskúr lagaður og málaður og Vegagerðin fengin til að leggja slitlag á afleggjarann að ferjunni.
13. Málning á gluggum á Grunnskólanum á Patreksfirði, neðri bygging.
14. Þak á Birkimel málað.
15. Miklar viðgerðir á vatnsveituna og fráveitu á Bíldudal og Patreksfirði.
16. Hafnarvog á Patreksfirði máluð.
17. Bekkir og ruslatunnur sett meðfram Strandgötu á Patreksfirði.
18. Göngustígur frá Aðalstræti að leikskólanum Arakletti hellulagður.
19. Bundið slitlag lagt á Stekka.
20. Íbúðir FV snyrtar til með málningu og gólfefnum.
21. Seeds hópurinn lagaði göngustíginn „Fíflaslóð" (Dandelion Route) frá Aðalstræti út að Mýrum.
22. Tónlistarskóli fluttur í Grunnskólann á Patreksfirði.
23. Endurnýjun á ræsi við Stekkagil á Patreksfirði.

 

Önnur verkefni sem eru í undirbúningi og verða framkvæmd á næstu misserum.

 

1. Framkvæmdir við Gilsbakkagil á Bíldudal til varnar ofanflóðum og vatnselg eru í vinnslu.
2. Lyfta við Kamb er í undirbúningi.
3. Körfuboltaaðstaða við Bíldudalsskóla.
4. Lagfæringar á sparkvelli við Grunnskólann á Patreksfirði.
5. Smáviðhald á raðhúsum við Sigtún, Patreksfirði.
6. Bundið slitlag á Bala, Patreksfirði
7. Sorpflokkunarhús á Bíldudal og Patreksfirði.

 

Þá hefur fasteignamarkaðurinn verið heldur líflegur og nokkur sala hefur verið.

 

1. Aðalstræti 50 selt
2. Sigtún 47 selt
3. Sigtún 45 selt
4. Sigtún 43 selt
5. Balar 6, jarðhæð seld
6. Balar 4, jarðhæð seld
7. Skíðaskálinn á Mikladal
8. Skólastjórabústaðurinn á Krossholtum. Tilboð bíður samþykktar.

 

Ennfremur eru til sölu:

 

• Stekkar 13, efri hæð
• Allar aðrar íbúðir í eigu Vesturbyggðar

 

Þess má geta að nýr starfsmaður Umhverfisstofnunar, Hákon Ásgeirsson, er kominn til starfa fyrir Látrabjargsstofu. Hann mun hafa aðsetur hjá starfsmönnum Vesturbyggðar.

 

Framkvæmdir við Patreksfjarðarhöfn ganga vel en eru þó eitthvað á eftir áætlun vegna óhagstæðra veðurskilyrði í fyrravetur. Við vonumst til þess að framkvæmdum ljúki þó á haustdögum.

 

Ég minni ykkur á að hafa samband ef eitthvað er, asthildur@vesturbyggd.is og 864-2261.

 

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is