Sorp og förgun

Flokkunargámur
Flokkunargámur

Leiðbeiningar varðandi sorpflokkun og fleira efni má finna á heimasíðu Gámaþjónustu Vestfjarða.

Hér er hægt að nálgast sorphirðudagatöl og opnunartíma gámavalla.

Fyrirspurnir má senda á skrifstofa@gamarvest.is, einnig má hringja í síma 456 3710

 

Heimilistunnur
Á hverju heimili er ein 240L tunna fyrir óflokkaðan heimilisúrgang. Tunnurnar verða losaðar á tveggja vikna fresti.

Á Barðaströnd, Rauðasandi og í sveitum Vesturbyggðar eru 360L tunnur og eru þær losaðar á þriggja vikna fresti að vetrarlagi (1. nóv. til 30. apríl) en hálfsmánaðarlega á sumrin (1. maí til 31. okt).

Í tunnuna má setja allan heimilisúrgang, matarleifar, kaffikorg, matarsmitaðan pappír og plast, samsettar umbúðir (áleggsbréf, ostabox, tannkremstúpur og fl.) einnig glerílát, ryksugupoka, bleiur, dömubindi og úrgang frá gæludýrum.


Gámavellir
Þrír gámavellir eru til staðar: á Patreksfirði, Bíldudal og á Tálknafirði.
Opnunartími:

Patreksfjörður;
Mánudaga & fimmtudaga: 16:00-18:00.
Laugardaga: 15:00-17:00.

Bíldudalur:
Þriðjudaga: 16:00-18:00.
Laugardaga: 10:00-12:00.

Á hverjum gámavelli er svokallaður flokkunargámur, þ.e. hús með hólfum fyrir þurrt flokkað endurvinnsluefni, sem er aðgengileg allan sólarhringinn. Endurvinnsluefni sem hér um ræðir eru: bylgjupappi og sléttur pappi, blöð, tímarit og skrifstofupappír, fernur, plast (hart og lint), málmar, rafhlöður og kertaafgangar.

Íbúum er frjálst að losa sig við almennan heimilisúrgang allt að einum rúmmetra í hverri ferð án gjaldtöku. Íbúar sem standa í framkvæmdum greiða fyrir þann úrgang sem þeir skila inn á gámavelli.

Flokkunarskrár

Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is