112 dagurinn

112 dagurinn
112 dagurinn
112 dagurinn verður laugardaginn 11. febrúar 2012 en þá munu viðbragðsaðilar brunavarna og björgunarsveita á svæðinu bjóða upp á dagskrá.


Bíldudalur
Slökkvistöðin Tjarnarbraut: Opið hús milli kl. 12:00 - 13:00 þar sem viðbragðsaðilar koma saman og sýna búnaðinn og kynna störf sín.


Tálknafjörður
Björgunarsveitarhúsið: Opið hús milli kl. 14:00 - 15:00 þar sem viðbragðsaðilar koma saman og sýna búnaðinn og kynna störf sín.


Patreksfjörður
Sigurðarbúð: Viðbragðsaðilar brunavarna koma þar saman milli kl. 16:00 - 17:00 og sýna þar búnað og kynna störf sín. Björgunarsveitin Blakkur, unglingadeildin Vestri og slysavarnadeildin Unnur verða einnig með opið hús í Sigurðarbúð frá kl. 14:00 til kl. 17:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, tæki og tól björgunarsveitarinnar verða til sýnis og klifurveggurinn verður opinn! Félagar deildanna verða á staðnum til að veita upplýsingar um störf þeirra. Allir eru velkomnir.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is