30 ár frá opnun Safns Jóns Sigurðssonar

Hrafnseyri við Arnarfjörð
Hrafnseyri við Arnarfjörð
Í gær voru 30 ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, opnaði Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Við opnunina sagði Vigdís meðal annars: „Hann (þ.e. Jón Sigurðsson) beitti sér af þeirri elju fyrir heill okkar allra, að þótt hugur hans sjálfs hljóti að hafa oftast séð fyrir sér Ísland í mynd æskustöðvanna og Arnarfjarðar, þá voru hugir allra landsmanna í ótal öðrum ólíkum fjörðum og byggðum með honum og eru enn. Hátt á aðra öld hefur hann verið tákn frelsishugsjónar okkar, stórmenni, sem til mátti leita um allan vanda. Megi minningin um Jón Sigurðsson lifa um aldur og ævi á Íslandi."

Sýningin um Jón Sigurðsson, hefur því verið opin landsmönnum og öðrum gestum á Hrafnseyri síðastliðin 30 sumur.

 

Næsta ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og í því tilefni hefur Alþingi Íslendinga ákveðið að setja upp nýja sýningu um Jón á Hrafnseyri, sem opnuð verður á afmælisdegi hans, þjóðhátíðardaginn 17. júní 2011. Þess vegna verður Safni Jóns Sigurðssonar og núverandi sýningu lokað þann 8. ágúst, vegna undirbúnings nýju sýningarinnar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is