856 ný störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýsa eftir umsóknum um 856 ný störf við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta, undirstofnana þeirra og sveitarfélaga.

 

Störfin eru öllum opin sem eru á atvinnuleysisskrá og námsmönnum sem eru á milli anna eða skólastiga.

 

Störfin eru liður í vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar skv. lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 og vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006. Störfin sem auglýst eru henta jafnt konum sem körlum.

 

Umsóknarfrestur er til 19. maí 2010. Umsóknarfrestur starfa á vegum sveitarfélaga verður til 21. maí 2010.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef Vinnumálastofnunar, www.vmst.is. Upplýsingar um tengiðliði fyrir störfin hjá hverri stofnun er einnig að finna á vefnum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is