Aðalfundur Breiðafjarðarfléttunar

Fléttan
Fléttan
Aðalfundur Breiðafjarðarfléttunar verður haldinn fimmtudaginn 29. október 2009 að Laugum í Sælingsdal.

 

Þáttökugjald er 5.000 kr. Innifalið er hádegismatur á fimmtudaginn, kaffi og um kvöldið verður farið með rútu að Eiríksstöðum þar sem boðið verður upp á matarmikla kjötsúpu og brauð. Gistin, eina nótt að Laugum með morgunmat, kostar að auki kr. 5.000,-.


Tilkynna má þáttöku og bóka gistingu með þvín að senda gudrun@atvest.is. Hægt er að hafa samband í síma 490-2350 eða síma 843 -0580. Nánari upplýsingar um Fléttuna er að finna á www.flettan.is.

 

Breiðafjarðarfléttan er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila umhverfis Breiðafjörðinn, á Snæfellsnesi, í Dölum, Reykhólum og sunnanverðum Vestfjörðum. Breiðafjarðarfléttan hefur þann tilgang að efla og styrkja félagsmenn sína, auka samstarf þeirra á milli, efla gæði þjónustunnar, auka nýsköpun í ferðaþjónustu og vinna sameiginlega að markaðssetningu á svæðinu. Breiðafjarðarfléttan stefnir að þvi að gera svæðið umhverfis Breiðafjörðinn að sýnilegri áfangastað fyrir ferðamenn. Breiðafjörðurinn og landsvæðið í kring er sannkölluð náttúruperla og fuglaskoðunarparadís. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, siglingar, fuglaskoðun, náttúruskoðun og þar er að finna merkar söguslóðir. Þessi landsvæði hafa upp á að bjóða margt það besta í íslenskri náttúru, menningu og mannlífi og heimsókn á svæði Breiðafjarðarfléttunnar lætur engan ferðamann ósnortinn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is