Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Ferðamálasamtök Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vestfjarða
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn í Skrímslasetrinu á Bíldudal laugardaginn 2. apríl n.k. og hefst kl 9:00.

Dagskrá vegna aðalfundarins hefst að venju kvöldið áður. Þá verða umræður um þá vinnu sem er framundan í verkefnum sem koma fram í Stefnumótunarskýrslu samtakanna. Þær umræður hefjast kl. 20:00.

Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgun kl. 11:00 verður kynning á Vatnavinaverkefninu. Eftir hádegi munu ferðaþjónustuaðilar á suðurfjörðum Vestfjarða kynna þá þjónustu sem er þar í boði. Farið verður í stutta kynnisferð seinnipart laugardags og endað með hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld.

 

Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að taka helgina frá og taka þátt í skemmtilegru vinnu með öðrum ferðaþjónum áður en sumarvertíðin hefst af fullum krafti.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is