Aðalfundur byggðasamtakanna Landsbyggðin lifi

Landsbyggðin lifi
Landsbyggðin lifi
Aðalfundur byggðasamtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) árið 2009 verður haldinn á Hólmavík í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst kl. 11.

 

Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður eftirfarandi á dagskrá:

  • Heimamenn á Ströndum kynna grasrótarstafsemi sína
  • Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf., flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa, Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og verður hann fundargestum til sýnis
  • Sveinn Jónsson frá Kálfskinni leiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni

Fundurinn er öllum opinn.

 

www.landlif.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is