Aflabrögð í apríl 2010

Núpur BA 69
Núpur BA 69
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í aprílmánuði 487 tonnum af sjávarfangi í 199 löndunum en það er svipað og mánuðinn á undan nema hvað að landanir voru mun færri í mars eða 65.

 

Á Patreksfirði komu 316 tonn á land í 42 löndunum, þar af landaði Núpur BA 69 163 tonnum og Birta BA 72 66 tonnum. Á Bíldudal komu 119 tonn á land í 35 löndunum, þar af landaði Selma Dröfn BA 21 108 tonnum og Kristín Ólöf ÞH 177 7 tonnum. Á Brjánslæk komu 47 tonn á land í 106 löndunum, þar af landaði Hafbáran BA 53 10 tonnum og Kristín KÓ 251 8 tonnum. Á Haukabergsvaðli komu 5 tonn á land í 16 löndunum, þar af var Þristur BA 5 með 2 tonn og Sæfari BA 110 með 2 tonn.

 

Aflahæstu bátarnir frá áramótum eru Núpur BA 69 með 1.000 tonn, Birta BA 72 með 257 tonn og Selma Dröfn BA 21 með 197 tonn.

 

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is