Aflabrögð í febrúar 2010

Núpur BA 69
Núpur BA 69
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í febrúarmánuði 414 tonnum af sjávarfangi í 65 löndunum. Það er töluvert lakari afli en var í janúar en þá komu á land 607 tonn í 96 löndunum.

 

Á Patreksfirði komu 320.383 kg á land í 35 löndunum, þar af átti Núpur BA 69 225.966 kg. Á Bíldudal komu 81.092 kg á land í 26 löndunum, þar af voru 46.695 kg af Arnarfjarðarrækju. Á Brjánslæk komu 12.197 á land í 4 löndunum.

 

Mest var veitt á línu, 363.493 kg á móti 486.682 kg í janúar en 3.484 kg í dragnót á móti 53.947 kg í janúar.

 

Aflahæstu bátarnir voru Núpur BA 69 með 225.966 kg á línu, Birta BA 72 með 62.603 kg á línu og Brynjar BA 128 með 28.630 kg af rækju.

 

Á landsvísu, samkvæmt aflafrettir.com, var Núpur BA 69 í 11 sæti yfir aflahæstu línubáta, Vestri BA 63 í 4 sæti yfir dragnótabáta en hann landaði einnig í Ólafsvík, Birta BA 72 í 25 sæti yfir smábáta yfir 10 brúttótonnum en Kristín Ólöf ÞH 177, sem gerð er út frá Bíldudal, í 9 sæti, Ísöld BA 888 í 14 sæti og Héðinn BA 80 í 19 sæti yfir smábáta undir 10 brúttótonnum.

 

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is