Aflabrögð í janúar 2010

Núpur Ba 69
Núpur Ba 69
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í janúarmánuði 607 tonnum af sjávarfangi í 96 löndunum.

 

Á Patreksfirði komu 462.574 kg á land í 44 löndunum en á Bíldudal komu 144.010 kg í 52 löndunum, þar af 65.955 kg af Arnarfjarðarækju.

 

Mest var veitt á línu eða 486.682 kg en 53.947 kg í dragnót.

 

Aflahæstu bátarnir voru Núpur BA 69 með 300.011 kg á línu og Birta BA 72 með 110.237 kg á línu. Núpur var með mestan afla línubáta yfir landið í janúar en hafa ber í huga að báturinn er með stytttri línu og fer að að jafnaði styttri ferðir en þeir bátar sem næstir koma í aflamagni. Á lista aflafrettir.com yfir dragnótabáta í janúar var Vestri BA 63 í fjórða sæti, Valgerður BA 45 í tíunda sæti og Þorsteinn BA 1 í þrettánda sæti.

 

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is