Aflabrögð í júní 2010

Vestri BA 65
Vestri BA 65
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í júnímánuði 452 tonnum af sjávarfangi í 414 löndunum.

Júní er þar með næst lægsti mánuðurinn frá áramótum, lægstur var febrúar en þá komu á land 414 tonn en aflahæstur var janúar með 607 tonn. Fjöldi landanna er áfram mikill enda margir smábátar bæði á grásleppu og strandveiðum í mánuðinum.

Á Patreksfirði komu 349 tonn á land í 192 löndunum, þar af landaði Vestri BA 63 172 tonnum, Birta BA 72 46 tonnum og Valgerður BA 45 14 tonnum. Á Bíldudal komu 52 tonn á land í 100 löndunum, á Brjánslæk komu 47 tonn á land í 107 löndunum og á Haukabergsvaðli komu 3 tonn á land í 15 löndunum.

 

Mest veiddist í dragnót eða 193 tonn, þá á handfæri eða 151 tonn, á línu komu 46 tonn og í grásleppunet veiddust 62 tonn.

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is