Aflabrögð í maí 2010

Núpur BA 69
Núpur BA 69
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í maímánuði 742 tonnum af sjávarfangi í 445 löndunum.

 

Maí er þar með aflahæsti mánuðurinn frá áramótum, næstur er janúar en þá komu á land 607 tonn. Einnig er mikil fjölgun í fjölda landana sem voru í maí 445 en voru 199 í apríl sem þá var langhæstur í löndunum.

 

Á Patreksfirði komu 610 tonn á land í 186 löndunum, þar af landaði Núpur BA 69 262 tonnum, Vestri BA 63 118 tonnum og Birta BA 72 103 tonnum. Á Bíldudal komu 76 tonn á land í 83 löndunum, þar af landaði Selma Dröfn BA 21 38 tonnum. Á Brjánslæk komu 50 tonn á land í 149 löndunum. Á Haukabergsvaðli komu 6 tonn á land í 27 löndunum.

 

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is