Aflabrögð í mars 2010

Núpur BA 69
Núpur BA 69
Alls var landað á hafnir í Vesturbyggð í marsmánuði 493 tonnum af sjávarfangi í 65 löndunum en það er nokkur aukning frá fyrra mánuði þegar landað var 414 tonnum. Í janúar var landað 607 tonnum.


Á Patreksfirði komu 418.345 kg á land í 25 löndunum, þar af landaði Núpur BA 69 310.095 kg af línu og Vestri BA 63 76.641 kg úr dragnót. Af heildarafla á Patreksfirði voru 863 kg af grásleppuhrognum. Á Bíldudal komu 68.082 kg á land í 26 löndunum, þar af voru 30.421 kg af Arnarfjarðarrækju og 1.956 kg af grásleppuhrognum. Á Brjánslæk komu 6.386 kg á land í 14 löndunum, þar af 4.171 kg af grásleppuhrognum.

Aflahæstu bátarnir voru Núpur BA 69 með 310.095 kg á línu, Vestri BA 63 með 76.641 kg í dragnót og Selma Dröfn BA 21 með 35.705 kg á línu.

 

Aflahæstu bátarnir frá áramótum eru Núpur BA 69 með 836.072 kg, Birta BA 72 með 191.244 kg og Selma Dröfn BA 21 með 90.203 kg.

Fjórar hafnir eru í Vesturbyggð: Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Haukabergsvaðall og Patreksfjarðarhöfn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is