Álagningu fasteignagjalda í Vesturbyggð lokið

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Álagningu fasteignagjalda í Vesturbyggð fyrir árið 2011 er lokið og hafa fasteignagjaldaseðlar verið sendir út.

 

Sú nýjung er innleidd í ár að greiðsluseðlar eru ekki sendir út heldur birtast þeir í heimabanka viðkomandi gjaldenda. Þetta er gert til að draga úr notkun pappírs, flýta útsendingu greiðslutilkynningar og lækka kostnað við innheimtu álagðra gjalda.

 

Þeir sem óska eftir að fá útprentaða greiðsluseðla eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, s. 450 2300.

 

Alls er lagt á 1.643 eignir og eignahluta, sem eru að mannvirkjamati 4.008 millj.kr. og 362 millj.kr. að lóðarhlutamati eða 4.370 millj.kr. að fasteignamati. Álögð gjöld, sem eru fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, fráveitugjald og umhverfisgjöld, eru samtals 94,6 millj.kr.

 

Gjalddagar fasteignagjalda eru átta og er fyrsti gjalddagi 1. febrúar 2011.

 

Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt á fasteignaskatti og fráveitugjaldi, en afsláttur er tekjutengdur.

 

Nánar má lesa um álagningarreglur á heimasíðu sveitarfélagsins

 

Vesturbyggð, 28. janúar 2011,

Bæjarstjóri Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is