Aldrei minni úrkoma á Brjánslæk

Á Brjánslæk hefur aldrei mælst minni úrkoma, frá því að mælingar hófust þar árið 1988, en í sumar.

Þurrkatíðin hefur valdið því að tún hafa víða brunnið. Þar hefur verið starfrækt veðurathugunarstöð frá árinu 1988. Húsfreyjan á staðnum, Rósa Magnfríður Sesselja Ívarsdóttir, hefur séð um að mæla úrkomu og snjódýpt fyrir Veðurstofu Íslands allar götur síðan.

Hún segir sumarið í ár það þurrasta síðan að mælingar hófust fyrir rúmum tuttugu árum síðan, en heildarúrkoma í júlímánuði var ekki nema 15 millimetrar.

ruv.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is