Almennur borgarafundur um sjómannadagshelgina

Komandi sjómannadagshelgi, sem stendur yfir frá 2. júní til og með 6. júní, verður sú stærsta sem um getur á Patreksfirði.

 

Vegna undirbúnings hátíðahaldanna er boðað til almenns borgarafundar fimmtudaginn 19. maí nk. kl. 20.00 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi :

1. Bæjarstjóri Vesturbyggðar kynnir hreinsunarátak í sveitarfélaginu og umfang Sjómannadagsins.
2. Pétur Guðmundsson, umboðsmaður Hálandaleikanna á Íslandi, segir frá leikunum og keppendum.
3. Verkefnastjóri Hálandaleikanna á Patreksfirði 2011 segir frá undirbúningsvinnu leikanna.
4. Fulltrúi Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar kynnir dagskrá Sjómannadagsins 2011.
5. Frjálsar fyrirspurnir og umræður.
6. Fundarslit.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is