Ályktun bæjarstjórnar um atvinnumál

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á 238. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var lögð fram ályktun um samgöngumál og var hún samþykkt samhljóða.

 

Ályktunin hljóðar svo:

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kallar eftir heildstæðri byggðastefnu fyrir Ísland sem virkar t.d. með skattaívilnunum á jaðarsvæðum, svo þau verði áhugaverður búsetukostur. Það er óþolandi að sjá þann atgervisflótta sem er viðvarandi frá Íslandi. Nýta þarf skattkerfið og stofnanir ríkisins til þess að jafna búsetuskilyrði íbúa á jaðarsvæðum landsbyggðarinnar sem ekki geta notið þjónustu ríkisins í sama mæli og íbúar vaxtarsvæðanna. Þannig verði hvatt til uppbyggingar í stað stöðnunar.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar uppbyggingu í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Um leið og teikn eru á lofti um jákvæðar breytingar í atvinnumálum er enn ein aðförin gerð að undirstöðum samfélagsins.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum á boðuðum niðurskurði á framlögum til Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði á fjárlögum 2012. Það þýðir fækkun starfa og um leið frekari fólksflótta af svæðinu. Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði er einn mikilvægasti hlekkurinn í grunnþjónstu sunnanverðra Vestfjarða og skiptir því miklu máli að hlúa að stofnuninni. Með lækkun framlaga á fjárlögum er vegið að stofnuninni og samfélaginu öllu.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir áhyggjum yfir viðvarandi niðurskurði á aflaheimildum í Vesturbyggð og nýlega boðaðri stöðvun rækjuveiða í Arnarfirði.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir stuðningi við baráttu íbúa Norðurþings um uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is