Ályktun bæjarstjórnar um samgöngumál

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á 238. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var lögð fram ályktun um samgöngumál og var hún samþykkt samhljóða.

Ályktunin hljóðar svo:

Vegna umræðu síðastliðinna vikna á mögulegum siglingum Baldurs milli lands og Eyja vill bæjarstjórn Vesturbyggðar taka fram:
  • Breiðafjarðarferjan Baldur skiptir höfuðmáli fyrir íbúa og atvinnulíf sunnanverðra Vestfjarða.
  • Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir fullum skilningi á samgönguleysi íbúa Vestmannaeyja en fáir þekkja jafnvel áhrif samgönguleysis en íbúar sunnanverðra Vestfjarða.
  • Í gildi er samningur um siglingar Baldurs um Breiðafjörð við Sæferðir. Ekki kemur til greina að hróflað verði við siglingum Baldurs um Breiðafjörð til að leysa vanda Vestmannaeyinga nema til komi jafngóð eða betri lausn á Breiðafjarðasiglingum. 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is