Ályktun bæjarstjórnar um samgöngumál á Vestfjörðum

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur innanríkisráðherra til að beita sér fyrir því að nýframkvæmdir á Vestfjarðavegi nr. 60 sem samþykktar voru á ríkisstjórnarfundi 5. apríl sl. á Ísafirði hefjist strax.

Fram að þeim tíma er þó mikilvægt að sinna viðhaldi, þannig að hægt sé að tryggja öruggar samgöngur.

Jafnframt hvetur bæjarstjórn Vesturbyggðar Vegagerðina til að leggja ríka áherslu á viðhald héraðsvega á Vestfjörðum á næstunni sem víðast hvar þurfa mikið viðhald. Ferðamannastraumur til Vestfjarða vex ár frá ári og þola núverandi malarvegir engan veginn þá umferð sem fer um þá í dag. Eru þetta vegirnir út á Látrabjarg, Rauðasand og Selárdal og úr Trostansfirði upp á Dynjandisheiði.

Aðgerða er þörf og það strax til að koma í framkvæmd þeim verkefnum sem best eru til þess fallin að auka atvinnu, bæta öryggi vegfarenda og bæta ástand vegamála á Vestfjörðum almennt.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is