Ályktun bæjarstjórnar vegna ríkisstjórnarfundarins á Ísafirði

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar tillögum ríkisstjórnar Íslands sem lagðar voru fram á ríkisstjórnarfundi á Ísafirði 5. apríl sl.

 

Meðal verkefna sem þar voru lögð fram er uppbygging Látrabjargsstofu, ofanflóðavarnir á Patreksfirði og vegaframkvæmdir sem áður höfðu verið samþykktar á samgönguáætlun en það eru Vestfjarðavegur um Skálanes og Vestfjarðavegur Eiði-Þverá.

 

Ennfremur fagnar bæjarstjórn Vesturbyggðar áformum ríkisstjórnar um að kalla til samráðs og sáttaumleitana vegna framkvæmda þeirra á Vestfjarðavegi um Barðastrandarsýslu sem hingað til hafa verið í fullkomnu uppnámi.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar sérstaklega áformum ríkisstjórnarinnar um lækkun og jöfnun húshitunar- og flutningskostnaðar og leggur ríka áherslu á að tillögur þessar verði settar í framkvæmd sem allra fyrst.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is