Ályktun frá atvinnumálanefnd Vesturbyggðar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
70. fundur haldinn í atvinnumálanefnd Vesturbyggðar mánudaginn 22. mars 2010 sendir frá sér meðfylgjandi ályktun.

Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi.

 

Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar skorar á ríkisstjórn Íslands að ná víðtækri sátt milli hagsmunaaðila í sjávarútvegi og þjóðarinnar um framtíð sjávarútvegs á Íslandi. Nauðsynlegt er að halda Íslandi áfram í fremstu röð þjóða heims í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs . Brýnt er að eyða allri óvissu um framtíð greinarinnar hið fyrsta, áður en varanlegur skaði hlýst af.

 

Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn að auka við bolfiskkvóta yfirstandandi fiskveiðiárs án tafar. Ef ekki verður brugðist skjótt við er ljóst að fiskvinnslufyrirtæki víða um land eru nauðbeygð til að grípa til lokana um lengri eða skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum fyrir starfsfólkið, fyrirtækin, sveitarfélögin og gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is