Árbók Barðastrandarsýslu 2010

Árbók Barðastrandasýslu 2009
Árbók Barðastrandasýslu 2009
Árbók Barðastrandarsýslu 2010 kom út nú fyrir jólin.

Árbókin kemur nú út í tuttugasta sinn. Í henni er að finna fróðleik um sögu og mannlíf í Barðastrandarsýslu. Meðal fjölbreytts efnis í árbókinni er annar hluti sögu Tálknafjarðarhrepps, eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Þær greinar sem birtast í Árbók Barðastrandarsýslu birtast fæstar annars staðar. Allar tengjast þær sýslunni, svo þetta er kærkomið efni fyrir alla þá sem hafa áhuga á sagnfræði og þjóðlegum fróðleik. Árbók Barðastrandarsýslu á erindi inn á hvert heimili í Barðastrandarsýslu og einnig hjá þeim sem eru ættaðir þaðan.

 

Það er Sögufélag Barðastrandarsýslu sem gefur bókina út en ritstjóri er Daníel Hansen. Formaður Sögufélagsins, Hjörleifur Guðmundsson, Hjöllum 9 á Patreksfirði, sér um afgreiðslu bókarinnar. Áhugasömum er bent á að snúa sér til hans í síma 846-4730. Þeir sem gerast félagar í Sögufélagi Barðastrandarsýslu verða um leið áskrifendur að árbókinni og fá hana senda. Þá færst bókin í verslunum í Barðastrandarsýslu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is