Árbók Barðastrandasýslu 2010

Árbók Barðastrandarsýslu 2010
Árbók Barðastrandarsýslu 2010
Árbók Barðastrandasýslu 2010 er komin út, 21. árgangur.

 

Bókin telur 188 síður að þessu sinni og Sögufélag Barðastrandarsýslu er útgefandi hennar.

 

Lýður Björnsson heldur áfram að rekja sögu Tálknafjarðar og birt eru ljóð eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur frá Höllustöðum í Reykhólasveit. Myndirnar í Flatey er grein eftir Jóhannes G. Gíslason um myndir þær sem „Baltasar frá Katalóníu" málaði í Flatey. „gef oss vort daglegt brauð" er grein eftir Ara Ívarsson frá Melanesi sem fjallar um brauð og bakstur á fyrri tíð.

 

Í grein Guðrúnar Öldu Gísladóttur, Nokkur orð um fornleifar, er sagt frá fornleifarannsóknum sem Fornleifastofnun Íslands hefur komið að á svæðinu hin síðari ár. Þá ritar Finnbogi Jónsson frá Múla á Skálmarnesi greinina Sveitaverslun í Múlasveit. Njörður Sigurðsson skrifar frásögn af tilraun bresks togara til að sigla niður trillubát frá Patreksfiðri sumarði 1959. Þá er sagt frá látnum sýslungum árið 2009 og birtar skýrslur nokkurra félagasamtaka.

 

Hægt er að panta árbókina hjá Hjörleifi Guðmundssyni, formanni félagsins, í síma 846 4730. Einnig eru til sölu eldri árgangar.

 

Árbók Barðastrandarsýslu er héraðsrit sem ætti að fara inn á öll heimili í Barðastrandarsýslu, til brottfluttra sýslunga ásamt þeim sem hafa áhuga á sagnfræði og þjóðlegum fróðleik. Í Árbók Barðastrandarsýslu eru greinar um menn og málefni úr sýslunni, skrifaðar af fólki úr sýslunni eða fólki sem tengist henni á einhvern hátt. Árbókina prýðir fjöldi mynda sem fæstar hafa birst opinberlega áður. Árbókin er bæði fræðirit og skemmtirit.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is