Arnheiður og Ásthildur söfnuðu fyrir Rauðakrossinn

Þær Arnheiður B. Gísladóttir og Ásthildur E. Ágústsdóttir 10 ára, söfnuðu fyrir Rauðakrossinn á Íslandi með því að halda tombólu á Patreksfirði.

Þær söfnuðu alls 5.015 kr. sem þær afhentu Helgu Gísladóttur formanni Rauðakrossins í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Helga vill koma þakklæti til þeirra og einnig þeirra fjölmörgu barna í Vesturbyggð sem hafa lagt Rauðakrossinum lið með því að safna pening á einn eða annan hátt til hjálpar bágstöddum.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is