Ársreikningur Vesturbyggðar 2009

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Niðurstöður ársreikningsins eru að heildarrekstrartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans voru 797 millj.kr. og rekstrargjöld 904 millj.kr. Rekstrarniðurstaða var því neikvæð um 107 millj.kr. borið saman við 91 millj.kr. halla sem áætlað var samkvæmt fjárhagsáætlun ársins.

Veltufé frá rekstri nam 33 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 66 millj.kr. Handbært fé var í árslok 55 millj.kr. Eigið fé í árslok er 350 millj.kr. og hækkar um 52 millj. kr. milli ára, lækkun vegna halla ársins 107 millj.kr en á móti kemur til hækkunar innfærsla á endurmati lóða og lenda 159 millj.kr. samkvæmt ákvörðun reikningsskilanefndar þar um.

 

Helstu framkvæmdir sveitarfélagsins

Grunnskólinn Patreksfirði: skólalóð og stálþil við Patrekshöfn, alls um 12 millj. kr. Auk framkvæmda við ofanflóðamannvirki á Bíldudal 107 millj.kr. sem Ofanflóðasjóður styrkti um 90% (96 millj.kr.).

 

Rekstur sveitarfélagsins

Skatttekjur urðu 305 millj.kr. eða 17 millj.kr. hærri en áætlað var. Laun og launatengd gjöld voru 349 millj.kr., almennur rekstrarkostnaður 383 millj.kr., afskriftir 47 millj.kr. og nettó fjármagnskostnaður 125 millj.kr. Þeir málaflokkar sem mest tóku til sín voru fræðslumál með 246 millj.kr., æskulýðs- og íþróttamál 71 millj.kr., sameiginlegur kostnaður 74 millj.kr.

 

Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofnana hans án lífeyrisskuldbindinga námu 1.236 millj.kr. í árslok 2009.

 

Langtímaskuldir við lánastofnanir 1.079 millj. kr og næsta árs afborgun 78 millj. kr., alls 1.157 millj. kr. borið saman við 1.186 millj.kr. í árslok 2008 og hækkuðu því skuldir um 50 millj.kr. á milli ára. Heildar veltufjármunir í árslok 2009 148 millj.kr. Heildar fastafjármunir voru 1.548 millj.kr. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar voru 102 millj.kr. og eigið fé 350 millj.kr.

 

Ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana 2009 ásamt sundurliðunum og endurskoðunarskýrslu var borinn upp til samþykktar á bæjarstjórnafundi þann 28. apríl 2010 og var reikningurinn samþykktur samhljóða og staðfestur með undirritun.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is