Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars nk er hafin.

 

Kjósandi sem ekki getur kosið á kjördag 6. mars, getur nú greitt atkvæði. Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.

 

Í útlöndum er hægt að kjósa á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns. Frekari upplýsingar veitir utanríkisráðuneytið.

 

Þeir sem dvelja á sjúkrahúsum, dvalar- og vistheimilum eða í fangelsum geta kosið þar. Þá eiga þeir sem ekki komast úr heimahúsi rétt á að kjósa heima.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is