Auglýsing Fiskistofu vegna úthlutunar byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 557/2009 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2008-2009:
  • Súðavík

Fyrir neðangreind byggðalög vísast auk reglugerðarinnar til sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 797/2009 í Stjórnartíðindum:

  • Vesturbyggð (Bíldudalur, Brjánslækur, Patreksfjörður)
  • Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
  • Húnaþing vestra (Hvammstangi)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á sérstöku eyðublaði (Word 104 KB). Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2009.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is