Auglýsing á tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024

 

Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa samþykkt að auglýsa tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um nýtingu fjarðarins, þ.e.a.s. á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæðisskipulags verið hafðir til hliðsjónar.

 

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Tillaga - júní 2013. (12mb)

Þemauppdráttur - núverandi nýting. Júní 2013.

Stefnuuppdráttur. Júní 2013.

 

Tillagan er aðgengileg hér að ofan. Nánari umfjöllun er á vef Fjórðungssambandsins undir nýtingaráætlun strandsvæða og þar verður jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og ábendingum sem munu berast. Tillagan mun auk þess liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna.

 

Ábendingar og athugasemdir skal senda til Fjórðungssambands Vestfirðinga með því senda á tölvupóstfang fv@vestfirdir.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar á póstfangið, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 12. október 2013.

 

Ísafirði 30. ágúst 2013

F.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is