Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vegna fyrirhugaðrar breytingar á Vestfjarðarvegi frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði er í undirbúningi breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

 

Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6.gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, eru lagðar fram verkefnislýsingar hvernig staðið verður að skipulagsgerðinni og umhverfismati þeirra.

 

Íbúar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna á skipulagsverkefninu en tillagan verður síðan auglýst á seinni stigum.

 

 

 

4. apríl 2011
Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is