Auglýsing um skipulagslýsingu hafnarsvæðis á Patreksfirði

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Um þessar mundir er í gangi vinna við gerð deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Patreksfirði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

 

Samkvæmt þeim lögum hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar tekið saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur eru hafðar við gerð deiliskipulagsins og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu. Lýst er fyrirhuguðu skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum verði háttað.

 

Í skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana eru settar tilteknar kröfur um kynningu og samráð við gerð skipulagslýsingar en þar á meðal skal hafa samráð við Skipulagsstofnun um gerð skipulagslýsingar.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur hér fram til kynningar lýsingu á skipulagsverkefni vegna deiliskipulags hafnarsvæðis á Patreksfirði.

 

 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is